Kynningarfundur slökkviliðsins sl. föstudag var vel sóttur en þar var umsækjendum gefinn kostur á að kynna sér starf SHS og fá nánari upplýsingar um inntökuferlið. Fundinum var jafnframt streymt og töluverður fjöldi nýtti sér það.