Nýlega var þeim tímamótum fagnað í sögu slökkviliðsins að stjórn SHS undirritaði bæði nýja brunavarnaáætlun og samning um kaup á fjórum nýjum slökkvibifreiðum sem koma til landsins á næsta ári.

Af þessu tilefni var boðað til blaðamannafundar í bílasalnum í Skógarhlíðinni og boðið upp á kaffi, konfekt og kleinur. Bæði gamlir og nýir starfsmenn slökkviliðsins mættu á staðinn til að fagna, en lengi hefur verið beðið eftir nýju bílunum því veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun.

Á myndinni eru fv. Guðný Ívarsdóttir sveitastjóri Kjósahrepps, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.