Í dag fer fram formleg afhending á fjórum nýjum slökkvibifreiðum þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur við lyklunum fyrir hönd stjórnar SHS og afhendir slökkviliðinu. Seljandi bifreiðanna er Ólafur Gíslason & Co. hf. og mun fulltrúi frá þeim afhenda Degi lyklana. Stutt sýning verður síðan á bifreiðunum og búnaði þeirra. Nýju bifreiðarnar eru mjög fullkomnar og búnar nýjum slökkvibúnaði sem ekki hefur verið notaður áður hér á landi, þar á meðal búnaði sem getur gert göt á byggingarefni (sprautað í gegnum þau). Um tímamót er að ræða í starfsemi og þjónustu SHS, ekki síst vegna þess að um fjórar bifreiðar er að ræða (eina áNánar

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Samband íslenskra sveitafélaga hafa undirritað samkomulag um aukið aðgengi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna að sálfræðiþjónustu og þáttöku í kostnaði við hana. Er þetta stórt skref varðandi velferð starfsmanna sem upplifa bæði áföll og andlegt álag í starfi.Nánar

Nýlega var þeim tímamótum fagnað í sögu slökkviliðsins að stjórn SHS undirritaði bæði nýja brunavarnaáætlun og samning um kaup á fjórum nýjum slökkvibifreiðum sem koma til landsins á næsta ári. Af þessu tilefni var boðað til blaðamannafundar í bílasalnum í Skógarhlíðinni og boðið upp á kaffi, konfekt og kleinur. Bæði gamlir og nýir starfsmenn slökkviliðsins mættu á staðinn til að fagna, en lengi hefur verið beðið eftir nýju bílunum því veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun. Á myndinni eru fv. Guðný Ívarsdóttir sveitastjóri Kjósahrepps, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar,Nánar

Í tilefni af eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ,,bjargaði” slökkviliðið Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands úr ímynduðu eldhafi á rýmingaræfingu í HÍ. Viðvörunarkerfi skólans fór í gang og rektor þurfti að stökkva út um glugga á 3. hæð í körfubíl sem flutti hann heilu og höldnu til jarðar. Fjöldi háskólafólks fylgdist með og hafði gaman af. Eldvarnarátakið er árlegt samvinnuverkefni SHS, LSS og HÍ.Nánar

Ár hvert er þriðji sunnudagur í nóvember skilgreindur sem alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa. Með því móti er verið að halda minningu þeirra í heiðri og hvetja fólk til að leiða hugann að þeirri ábyrgð sem það ber sem þátttakandi í umferðinni. Sérstök minningarathöfn fer fram við þyrlupall Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 19. nóvember nk. og hefst kl. 11. Að henni lokinni verður boðið upp á kaffi í bílageymslu bráðamóttökunnar. Allir eru velkomnir og fólk er hvatt til að mæta og sýna fórnarlömbum umferðarslysa hluttekningu og leiða einnig hugann að fórnfúsu starfi viðbragðsaðila.Nánar

Nú er runninn upp sá tími ársins þegar forvarnarsvið og varðlið slökkviliðsins heimsækja leikskóla á höfuðborgarsvæðinu til að fræða 6 ára börn um eldvarnir. Þessi fræðsla hefur án efa skilað sínu hvað forvarnir snertir, enda börnin mjög áhugasöm um eldvarnir heimilanna. Heimsóknirnar standa yfir alla virka daga frá 28. apríl- 20. maí 2020 og hvetjum við foreldra til að nýta tækifærið og ræða flóttaleiðir við börnin, halda brunaæfingar heima og kanna hvort bæta þurfi við eldvarnir heimilisins eða laga þær sem fyrir eru, s.s. reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi.Nánar

Krakkar í Neistanum, félagi hjartveikra barna, komu í heimsókn á slökkvistöðina í tilefni þess að slökkviliðið mun styrkja Neistann í bæði WOW-Cyclothoninu og í Reykjavíkurmaraþoninu. Krakkarnir fengu að kynna sér starfsemi og búnað slökkviliðsins og höfðu gaman af.Nánar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. var með opið hús fyrir almenning laugardaginn 10. júní, til að kynna starfsemina. Á staðnum voru slökkvi- og sjúkrabílar, kranabíll og hoppukastalar. Ýmsar uppákomur voru í boði fyrir börnin sem skemmtu sér konunglega.    Nánar

Nýir starfsmenn slökkviliðsins fylgjast áhugasamir með þegar Gunnar Steinþórsson paramedic kennir þeim réttu handtökin. Stór hópur nýliða hefur nýlokið umfangsmikilli þjálfun í bæði slökkviliðs- og sjúkraþættinum og er nú reiðubúinn að fara inn á vaktir.Nánar

Starfsmannafélag slökkviliðsins færði Barnaspítala hringsins páskaegg að gjöf sem ekki gengu út í páskaeggjabingói fyrir starfsmenn. Því var að vonum vel tekið en hér taka starfsmenn spítalans við eggjunum sem færa átti börnunum.Nánar