Eins og við höfum sagt frá þá höfum við brugðist við ástandinu á margan hátt hér hjá okkur og meðal annars útbúið sérstaka COVID-19 sjúkrabíla. Þeir eru notaðir þegar við erum að flytja sjúklinga með staðfest smit sem og þá sem eru með grun um smit. Við erum með níu bíla í þessum flutningum sem kallað eru annars vegar kallaðir “sitjandi COVID” sem eru notaðir þegar sjúklingar geta setið og hins vegar “liggjandi COVID”. Einn bíll er kallaður “vitjunarbíll” sem er t.d. notaður þegar heilbrigðisstarfsfólk fer í vitjanir til sjúklinga með COVID. Starfsmenn okkar hafa einnig unnið að því að útbúa gjörgæslubíl sem nýttur erNánar

  Það er mikilvægt að geta brugðist hratt og vel við breyttum aðstæðum og það hafa starfsmenn okkar svo sannarlega gert. Þegar flytja þarf COVID sjúklinga á milli staða er ekki alltaf þörf á að nota sjúkrabifreið með tilheyrandi búnaði. Geti sjúklingur setið sjálfur þá sendum við öðru vísi bíl á staðinn sem gengur undir vinnuheitinu “sitjandi COVID”. Í bílunum er meðal annars búið að loka alveg á milli ökumannsrýmisins og afturí, sem var gert til að koma í veg fyrir smit. Þegar sjúklingar eru sóttir á þessum bílum þá setja þeir sjálfir á sig hanska og grímu áður en þeir setjast inn í bílinn.Nánar

COVID-19 hefur vissulega breytt ýmsu hjá okkur meðal annars hlífðarfatnaði eins og hjá öðru heilbrigðisstarfsfólki. Þegar við förum í útköll þar sem um COVID smit er að ræða þá erum erum við í talsvert miklum hlífðarfatnaði. Tilgangurinn er að verja okkar framlínufólk frá smiti, verja aðra sjúklinga og við erum einnig að koma í veg fyrir möguleikann á að við berum út smit. Þegar við sinnum útköllum sem snúa ekki að COVID þá erum við í minni hlífðarfatnaði en erum engu að síður með andlitsmaska og hanska. Við erum hér til staðar fyrir ykkur – látið okkur vita af smitum.Nánar

Eins og fram hefur komið þá höfum við ekki farið varhluta af COVID-19 veirunni, í dag eru 3 starfsmenn í einangrun og 4 í sóttkví, 6 hafa lokið sóttkví og einangrun. Við sinnum samfélagslega mikilvægri þjónustu og það er mjög slæmt að missa okkar fólk í veikindi í langan tíma. Einn af þeim sem veiktist í útkalli í mars er Loftur Þór Einarsson, sem hefur unnið hjá okkur síðan 2009.  Loftur hefur verið í einangrun síðan 21. mars. Sem betur fer er hann ekki með mikil einkenni og er líðan hans góð, hann býst við að losna úr einangrun 6. apríl.  Loftur vill koma því á framfæri við fólkNánar

Í Skógarhlíðinni er margvísleg starfsemi til húsa og fjöldi fólks sem starfar í húsinu. Fyrir 3 vikum var neyðaráætlun virkjuð sem hafði það meðal annars í för með sér að teymum var skipt upp og húsinu skipt í nokkur svæði sem ekki mega hafa samskipti sín á milli. Þessar aðgerðir snúa allar að því að minnka líkur á að smit berist milli starfsmanna og eininga. Í dag starfa því tugir starfsmanna að heiman frá sér sem alla jafna væru í Skógarhlíðinni. Starfsemi SST sem er samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna er með sama hætti og venjulega en þar starfa viðbragðsaðilar undir stjórn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í SSTNánar

Eitt af því sem við höfum breytt í okkar starfsemi til að minnka líkur á smiti meðal starfsmanna er að fjölga starfsstöðvum og skipta vöktum í níu einingar.  Í venjulegu árferði eru starfsstöðvar okkar fjórar í dag eru þær níu víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og á hverri vakt eru 30 starfsmenn sem skiptast á milli þeirra. Í byrjun mars vorum við með starfsstöðvar í Skógarhlíð, Tunguhálsi,  Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Í dag erum við einnig með starfsstöðvar við Flugvallaveg, Grandagarði, aukaastöðu í Skógarhlíð, Sigtúni og Hólmaslóð. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir starfsfólkið en það eru allir samtaka í þessum aðgerðum. Við viljum koma á framfæri þakklæti tilNánar

Verkefni okkar eftir útköll þar sem um staðfest eða hugsanlegt COVID-19 smit var að ræða eru krefjandi. Þegar útkalli lýkur tekur við talsverð vinna við að sótthreinsa bílinn, allan búnað og einnig þurfa þeir sem sinntu útkallinu að skipta um fatnað til að koma í veg fyrir að smit berist á milli sjúklinga eða í okkar fólk. Eftir að starfsmenn eru búnir að sótthreinsa sjúkrabílinn er hann settur inn í aðstöðu í Skógarhlíðinni þar sem hann er sótthreinsaður með sérstökum búnaði. Mikilvægt er að fólki bregði ekki í brún ef við mætum í útköll til ykkar í hlífðarfatnaði, hann er okkur öllum mikilvægur. Hjálpumst öllNánar

Eins og fram hefur komið þá eru nokkrir starfsmenn okkar í sóttkví og einangrun vegna COVID. Við höfum gripið til ýmissa ráðstafana t.d. skipt vöktum upp og breytt verklagi við vaktaskipti. Við viljum biðla til ykkar að hjálpa okkur að hindra smit okkar starfsfólks. Það er mjög mikilvægt að við vitum af staðfestu eða hugsanlegu smiti þegar við förum til ykkar í útkall. Allur viðbúnaður okkar verður með öðru sniði og tilgangurinn er að vernda okkar fólk. Vinsamlega látið vita um smit þegar þið hringið í 112 og hjálpið okkur þannig að vernda okkar mikilvæga framlínu fólk.Nánar

Með snarræði og góðri samvinnu tókst starfsmönnum slökkviliðsins í samráði við sóttvarnalækni að útbúa sótthreinsirými gagngert fyrir COVID-sjúkraflutninga. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir smit á milli sjúklinga sem fluttir eru með sjúkrabíl og til að fyrirbyggja smit til okkar starfsmanna. Í rýminu er hægt að þvo bíla, búnað og mannskap á milli flutninga, en þar er bílaþvottastöð, sturta, þvottavélar fyrir fatnað, biðrými og svefnaðstaða fyrir starfsmenn. Ef sjúkraflutningamenn fara í útkall þar sem grunur leikur á að sjúklingurinn sé smitaður af COVID- veirunni fara þeir í nauðsynlegan hlífðarfatnað, sinna útkallinu og fara svo í sóttvarnarrýmið áður en þeir sinna næsta útkalli.  Ef slíkarNánar

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn tilheyra nú þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, enda mikið í húfi fyrir örugga heilbrigðisþjónustu að unnt verði að manna sjúkrabifreiðar komi til þess að sjúkraflutningamenn veikist eða þurfi að fara í sóttkví. Alls hafa um 350 heilbrigðisstarfsmenn nú skráð sig í bakvarðasveitina. Hún var sett á fót 11. mars síðastliðinn þegar útbúinn var skráningargrunnur og óskað eftir því að fólk með heilbrigðismenntun skrái sig á útkallslista í þeim tilgangi að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara ef á þarf að halda.Nánar