Í starfsáætlun almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins er lagður farvegur fyrir þau verkefni sem sveitarfélögunum er falið að sinna samkvæmt lögum um almannavarnir.

Helstu hlutverk almannavarnanefndarinnar eru eftirfarandi:

  • stefnumótun
  • gerð og endurskoðun hættumats
  • könnun á áfallaþoli svæðisins
  • gerð og endurskoðun viðbragðsáætlana
  • forvarnir, sem felast m.a. í áhættuminnkandi aðgerðum

Mikilvægt er að vinna þessi verkefni í nánu samstarfi við ríkislögreglustjóra en hann hefur umsjón með því að ráðstafanir séu gerðar í samræmi við stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum. Ríkislögreglustjóri hefur einnig eftirlit með skipulagi almannavarna á landinu öllu, almannavörnum sveitarfélaga og gerð hættumats í samráði við almannavarnanefndir.

Starfsáætlunin gildir fyrir núverandi kjörtímabil sveitarfélaga, með fyrirvara um breytingar sem kann að vera nauðsynlegt að gera, t.d. í kjölfar endurskoðunar á hættumati.