Forvarnir – Fylgirit 3 með brunavarnaáætlun SHS

Page 1

Forvarnir Fylgirit 3 með brunavarnaáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 4.5.2018 - 3.5.2023

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

1


Efnisyfirlit 1. Inngangur............................................................................ 3 1.1 Úrvinnsla gagna..........................................................................3

4.1.4 Öryggis- og lokaúttektir........................................................... 11 4.1.5 Skoðanir vegna umsagna......................................................... 11 4.1.6 Skoðanir vegna einkabrunavarna............................................. 11

2. Eldvarnaeftirlit.................................................................... 4 2.1 Eldvarnaeftirlit eigenda og forráðamanna..................................4 2.2 Eldvarnaeftirlit þjónustuaðila brunavarna...................................4 2.3 Eldvarnaeftirlit SHS.....................................................................4

4.1.7 Skoðanir vegna forvarnaverkefna............................................. 11 4.1.8 Áætlaður árlegur heildarfjöldi skoðana.................................... 11

4.2 Árleg eftirlitsáætlun..................................................................11 4.3 Mönnun eldvarnaeftirlits...........................................................12 4.4 Viðbragðstími lengri en 15 mínútur...........................................12

3. Skoðunarskylda................................................................... 5 3.1 Notkunarflokkar..........................................................................6 3.2 Byggingar í notkunarflokkum 1 og 2...........................................6

5. Heimildir............................................................................ 14 5.1 Helstu lög og reglugerðir..........................................................14

3.2.1 Viðbragðstími meiri en 15 mínútur............................................. 7

3.3 Byggingar í notkunarflokkum 4, 5 og 6.......................................8 3.3.1 Viðbragðstími meiri en 15 mínútur............................................. 8

3.4 Friðaðar byggingar......................................................................9 3.4.1 Viðbragðstími meiri en 15 mínútur............................................. 9

4. Skoðanir............................................................................ 10 4.1 Sundurliðun skoðana og skoðanatíðni......................................10 4.1.1 Frumskoðanir í notkunarflokkum 1 og 2................................... 10 4.1.2 Frumskoðanir í notkunarflokkum 4, 5 og 6............................... 11 4.1.3 Eftirfylgniskoðanir.................................................................... 11

2


1. Inngangur Í III. kafla laga um brunavarnir nr. 75/2000 er fjallað um eftirlit og skyldur sveitarfélaga, m.a. til að starfrækja eldvarnaeftirlit. Eldvarnaeftirlit sveitar­félaga er sú starfsemi slökkviliðs sem hefur eftirlit með því að ákvæðum laga og reglna um brunavarnir sé framfylgt. Eftirlitið skal haft með mann­virkjum, lóðum og starfsemi þar sem eldhætta getur skapast og ógnað lífi, heilsu, um­hverfi og eignum og er lögð aðaláhersla á notkunarflokka 1, 2, 4, 5 og 6 (sjá um notkunarflokka í kafla 3.1). Alls eru skráðar tæplega 5.300 bygg­ingar, heiti­númer, á starfssvæðinu sem falla undir þessa notkunarflokka.

Mynd 1. Allar byggingar á starfssvæði SHS í notkunarflokkum 1, 2, 4, 5 og 6.

1.1 Úrvinnsla gagna

Tafla 1. Fjöldi bygginga í notkunarflokkum 1, 2, 4, 5 og 6 á starfssvæði SHS.

Haldið er utan um skoðunarskyldar fasteignir, skoðanir þeirra og málarekstur í rafræna kerfinu Brunaverði. Brunavörður er með tengingu við fasteigna- og fyrirtækjaskrá. Skoðunarskyldar fast­eignir eru tengdar við fasteigna- og fyrirtækjaskrá og/eða tenging uppfærð af skoðunar­mönnum þegar þeir vinna með fasteignir og skoðanir á þeim. Gæði gagna eru rýnd reglulega og upp­lýs­ingum breytt eftir skoðanir ef það reynist nauðsynlegt. Unnið er út frá heiti-, fasta- og/eða mats­hluta­númeri fasteignar, allt eftir því hvað á við í hvert skipti. Sjá nánar um útkallssvæði í fylgiriti 1 með brunavarnaáætlun SHS.

NFL 1

NFL 2

NFL 4

NFL 5

NFL 6

Útkallssvæði 1

2.428

1.510

476

439

95

4.948

Útkallssvæði 2

54

8

3

4

0

69

Útkallssvæði 3

195

13

13

7

0

228

Útkallssvæði 4

10

4

2

0

0

16

2.687

1.535

494

450

95

5.261

Alls

3

Alls


2.2 Eldvarnaeftirlit þjónustuaðila brunavarna Markmið reglugerðar um þjónustuaðila brunavarna nr. 1067/2011 er að tryggja að þjónusta vegna brunavarna sé af viðunandi gæðum og með þeim hætti að brunavarnir séu að fullu virkar á hverjum tíma.

2. Eldvarnaeftirlit

Enginn má starfa sem þjónustuaðili brunavarna nema hafa starfsleyfi til þess útgefið af Mannvirkjastofnun. Til að koma í veg fyrir tvíverknað og sóun og tryggja markviss vinnubrögð er mikilvægt að SHS hafi aðgang að skoðunum þjónustuaðila brunavarna sem snerta almennt eldvarnaeftirlit slökkviliðsins, t.d. með

Eldvarnaeftirliti má skipta upp í eftirfarandi þrjá meginflokka:

• • • •

• Eldvarnaeftirlit eigenda og forráðamanna • Eldvarnaeftirlit þjónustuaðila brunavarna • Eldvarnaeftirlit SHS

handslökkvitækjum, slökkvikerfum, brunaviðvörunarkerfum, brunaþéttingum.

Í dag er eftirlit þjónustuaðila brunavarna með vatnsúðakerfum í Brunaverði. Flest vatnsúða­kerfi á höfuðborgarsvæðinu eru undir reglulegu eftirliti og viðhald þeirra er gott, sem tryggir að kerfin upp­ fylla hlutverk sitt þegar á reynir. Í upphafi árs 2016 voru rúmlega 600 vatnsúðakerfi á starfs­svæði slökkviliðsins. Þjónustuaðilarnir framkvæma um 7.500 skoðanir á vatns­úða­kerf­unum á hverju ári. Fjöldi áskilinna brunaviðvörunarkerfa á starfssvæði SHS er um 7.000 og þau ber að skoða einu sinni á ári. Heildarfjöldi skoðana í vatnsúða- og brunaviðvörunarkerfi eru því tæp 15.000 á höfuðborgarsvæðinu. Það er því tvímælalaust mikil hagræðing að geta haft eftirlit með þjón­ustu­aðilunum á rafrænu formi, svo ekki sé talað um aukið öryggi og virkni kerfanna.

Markmið SHS er að hjálpa eigendum og forráðamönnum mannvirkja að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum og reglugerðum með reglubundnu eftirliti og aðhaldi. Stefna SHS er að ná þessu markmiði með því að bjóða upp á rafrænar lausnir í Brunaverði sem auðvelda öllum aðilum að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum um brunavarnir. Rétt er að hafa í huga að eldvarnir eru, samkvæmt lögum um brunavarnir nr. 75/2000, allar fyrirbyggjandi aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir eldsvoða eða hindra útbreiðslu elds og er eldvarnaeftirlit því umfangsmikið verkefni.

Þetta fyrirkomulag hefur einfaldað SHS allt eldvarnaeftirlit og beitingu þvingunarúrræða vegna vatnsúðakerfa, sem stundum er nauðsynlegt til að ná fram úrbótum á eldvörnum. Hagræði og skilvirkni af þessu fyrirkomulagi er einnig umtalsvert.

2.1 Eldvarnaeftirlit eigenda og forráðamanna Samkvæmt 23. gr. laga um brunavarnir kemur fram að eigandi og eftir atvikum forráðamaður mannvirkis beri ábyrgð á eigin brunavörnum, að þær séu virkar og að haft sé reglubundið eftirlit með þeim.

2.3 Eldvarnaeftirlit SHS

SHS vinnur skipulega að framgangi eigin eldvarnaeftirlits með eldvörnum. Kynningarefni er dreift samhliða eldvarnaskoðunum og forráðamenn eru hvattir til að taka upp eigið eftirlit. Kröfur eru gerðar um eigið eftirlit í því húsnæði sem megináhersla er lögð á að skoða.

Eldvarnaeftirlit sveitarfélaga er sú starfsemi slökkviliðs sem hefur eftirlit með því að ákvæðum laga og reglna um brunavarnir sé framfylgt. Sú skylda er til staðar frá því að hugmynd um bygg­ingar­áform verður til þar til mannvirkið er rifið og er það eina eftirlit sveitarfélaganna ásamt heil­brigðis­eftirlitinu sem skoðar mannvirki eftir að öryggis- og lokaúttekt er lokið, oft kallað frum­kvæðis­skoðanir. Það má því flokka eldvarnaeftirlit SHS í eftirfarandi flokka:

4


3. Skoðunarskylda

Hönnunareftirlit Fyrirhugaðar byggingar geta komið inn á borð forvarnasviðs þegar þær eru á hugmyndastigi, meðan á hönnun þeirra stendur og við skoðun hjá byggingarfulltrúa þegar erindi um byggingar­áform liggur fyrir. Þessi verkefni geta verið einföld, t.d. þegar byggingar eru litlar og/eða eru hannaðar eftir viðmiðunarreglum byggingarreglugerðar. Þau geta einnig verið mjög viðamikil og flókin, t.d. þegar byggingar eru stórar og/ eða háðar sérstakri brunahönnun. Í þessu felst yfir­ferð teikninga og hönnunargagna, t.d. skýrslna frá brunaverkfræðingum, funda, umsagna, munn­legra og skriflegra samskipta og skráningar. Þetta er mjög mikilvægur hlekkur í orsakakeðju sem leiða á til brunaöruggra mannvirkja, því mistök í hönnun leiða oftast til mistaka eða óheppilegra ákvarðana við byggingu mannvirkis.

Í 19. gr. reglugerðar um eldvarnir og eldvarnaeftirlit nr. 723/2017 segir að eftirfarandi mannvirki, lóðir eða starfsemi sé skoðunarskyld af hálfu eldvarnaeftirlits slökkviliðs eða eftir atvikum háð eigin eftirliti eiganda: a. Þar sem margir starfa, koma saman, fara um eða dveljast og/eða þar sem hætta er á stórfelldu manntjóni í eldsvoða, b. þar sem af fyrirhugaðri starfsemi stafar sérstök eldhætta, þar sem hætta er á stórfelldu eignatjóni í eldsvoða eða þar sem eldsvoði getur haft alvarlegar samfélagslegar afleiðingar, c. allar byggingar í notkunarflokki 4, 5 og 6 skv. ákvæðum byggingarreglugerðar, d. mikilvægar menningarsögulegar byggingar og mannvirki, e. annað atvinnuhúsnæði og opinberar byggingar sem slökkviliðsstjóri telur nauðsynlegt að sæti reglubundnu eldvarnareftirliti.

Öryggis- eða lokaúttekt Við öryggisúttekt skulu þau atriði er varða öryggis- og heilbrigðismál vera í lagi, en við loka­úttekt skal bygging vera fullkláruð. Báðar þessar úttektir eru unnar sameiginlega af byggingar­full­trúa og slökkviliði og mynda lokahnykkinn á málsmeðferð byggingarfulltrúa áður en hann útskrifar við­komandi byggingu til reglubundins eftirlits slökkvliðs og heilbrigðiseftirlits. Þetta ferli gildir líka við byggingarleyfisskyldar breytingar á byggingum.

Reglubundið eldvarnaeftirlit

Í sömu grein segir að eftirlit með mannvirkjum sem falla undir a, b og c liði skuli framkvæmt einu sinni á ári að lágmarki. Eftirlit með mannvirkjum sem falla undir d og e liði skal framkvæma að lágmarki fjórða hvert ár.

Reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit kveður á um þau mannvirki, lóðir og starfsemi sem eru skoðunarskyld af hálfu eldvarnaeftirlits slökkviliðs eða eftir atvikum háð eigin eftirliti eiganda. Jafnframt er kveðið á um mismunandi tíðni eftirlits með mannvirkjum eftir eðli og starfsemi. Slökkviliðsstjóri metur og heldur skrá um hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi á hans starfssvæði falla undir skoðunarskyldu. Við það mat skal slökkviliðsstjóri m.a. byggja á leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar. Skráin er aðgengileg á vefsíðu SHS og uppfærð a.m.k. einu sinni á ári.

Slökkviliðsstjóri metur og heldur skrá um hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi á hans starfssvæði falla undir ofangreinda skoðunarskyldu. Við það mat skal slökkviliðsstjóri m.a. byggja á leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar. Skráin skal birt í brunavarnaáætlun og uppfærð a.m.k. einu sinni á ári á vefsíðu viðkomandi slökkviliðs eða sveitarfélags.

Endurmat, breyttar kröfur vegna breyttrar notkunar Komi í ljós við eldvarnaskoðun að notkun eða fyrirkomulagi byggingar hafi verið breytt á þann hátt að það snerti eldvarnir og öryggi, gerir slökkvilið kröfu um að úrbætur verði unnar á grundvelli endurhönnunar aðaluppdrátta og nýs byggingaleyfis. Önnur atriði en þau er varða eldvarnir geta átt við í þessu samhengi og er byggingarfulltrúi þá upplýstur um þau. Byggingarfulltrúi hefur annars ekki eftirlitsskyldu með mannvirkjum sem tekin hafa verið í notkun og á því erfitt um vik að fylgjast með breytingu á mannvirkjum og notkun þeirra.

Leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar liggja ekki fyrir þannig að ekki er hægt að leggja fram endanlegt mat á skoðunarskyldu bygginga sem eru í notkunarflokkum 1 og 2. Mat á skoðunarskyldu verður unnið í samvinnu við Mannvirkjastofnun þegar leiðbeiningarnar liggja fyrir, sem og mönnun eldvarnaeftirlitsins. Þangað til er skoðunarskylda og skoðanatíðni, sjá kafla 4.1, tengd notkunar­flokki byggingar eða því hvort hætta sé á stórfelldu manntjóni eða eignatjóni í eldsvoða. Við þetta mat er stuðst við getu slökkviliðsins til að bregðast við og sömuleiðis horft til viðbragðstíma, útbreiðsluhættu við eldsvoða, stærð meginbrunahólfa og menningarsögulegs mikilvægis og friðunar byggingar. Sjá einnig kafla 4.5 í brunavarnaáætlun.

5


3.1 Notkunarflokkar

Notkunarflokkur 5 Mannvirki eða rými þar sem einhverjir innan mannvirkisins eru ekki færir um að koma sér sjálfir út úr mannvirkinu eða á öruggt svæði við eldsvoða.

Byggingar og önnur mannvirki skulu þannig hönnuð og byggð að öryggi fólks, dýra, umhverfis, menningarverðmæta og eigna gagnvart bruna sé ávallt tryggt. Þessu öryggi skal viðhaldið allan þann tíma sem mannvirkið stendur. Jafnframt skal tryggt eins og framast er unnt að bruni eða niðurrif mannvirkisins valdi sem minnstum spjöllum á umhverfinu. Þessi flokkun er í takt við markmið laga um brunavarnir nr. 75/2000 um að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja m.a. fullnægjandi eldvarnaeftirlit, forvarnir.

Notkunarflokkur 6 Mannvirki eða rými þar sem einhverjir innan mannvirkisins eru lokaðir inni og ekki færir um að koma sér sjálfir út úr mannvirkinu eða á öruggt svæði við eldsvoða. Flokkun eigna í notkunarflokka er mismunandi. Um 4.200 (80%) af skoðunarskyldum eignum eru í notkunarflokki 1 og 2, og um 1.000 (20%) í notkunarflokki 4, 5 eða 6.

Eftirfarandi þrír þættir hafa mest að segja varðandi vægi notkunarflokkanna: • Er sofið á staðnum? • Þekkja allir flóttaleiðirnar? • Geta allir bjargað sér út?

3.2 Byggingar í notkunarflokkum 1 og 2

Notkunarflokkarnir eru skilgreindir á eftirfarandi hátt:

Fjöldi bygginga í notkunarflokkum 1 og 2 eru ríflega 4.200 talsins. Starfsemi í þessum notkunar­flokkum er fjölbreytt, allt frá almennu atvinnuhúsnæði upp í stærri verslunarmiðstöðvar.

Notkunarflokkur 1

Tafla 2. Dæmi um starfsemi í notkunarflokkum 1 og 2.

Mannvirki eða rými þar sem ekki er gert ráð fyrir að fólk geti gist. Fólk sem er í mannvirkinu þekkir flóttaleiðir og er almennt fært um að bjarga sér sjálft út úr mannvirkinu eða á öruggt svæði við eldsvoða.

Sofið

Þekkja flótta­ leiðir

Geta bjargað sér

1

Mannvirki þar sem fólk starfar, ss. allt almennt atvinnu­ húsnæði, iðnaðarhúsnæði, lager, skrifstofur, bankar, smærri verslanir (<150m²), skólar sem ekki flokkast undir flokk 2, 4 eða 5* tilheyrandi bílageymslur starfsmanna og byggingar fyrir dýr**. Sameiginlegar bílgeymslur fjölbýlishúsa.

Nei

2

Mannvirki þar sem gert er ráð fyrir því að fólk geti safnast saman, ss. fyrirlestrarsalir, kirkjur, kvikmyndahús, leikhús, veitingastaðir, diskótek, íþróttasalir, vöruhús, stærri versl­anir og verslunarmiðstöðvar, aðstaða fyrir dans, nám og frí­stunda­ starf og bílageymslur aðrar en í notkunarflokki 1 eða 3.

Nei

Nei

Not­kunar­ flokkur

Notkunarflokkur 2 Mannvirki eða rými þar sem gert er ráð fyrir að fólk geti safnast saman. Ekki er gert ráð fyrir að fólk gisti innan mannvirkisins. Fólk sem er í mannvirkinu er ekki allt nægjanlega kunnugt um­hverfinu til að þekkja flóttaleiðir en er almennt fært um að bjarga sér sjálft út úr mannvirkinu eða á öruggt svæði við eldsvoða.

Notkunarflokkur 3 Mannvirki eða rými þar sem gert er ráð fyrir að fólk gisti. Fólk sem er í mannvirkinu þekkir flóttaleiðir og er almennt fært um að bjarga sér sjálft út úr mannvirkinu eða á öruggt svæði við eldsvoða.1

Notkunarflokkur 4 Mannvirki eða rými þar sem gert er ráð fyrir að fólk gisti. Fólk sem er í mannvirkinu er ekki allt nægjanlega kunnugt umhverfinu til að þekkja flóttaleiðir en er almennt fært um að bjarga sér sjálft út úr mannvirkinu eða á öruggt svæði við eldsvoða.

Dæmi um notkun

* Almennir skólar og frístundaheimili falla undir notkunarflokk 1. ** Flokkunin miðast við starfsmenn í þessum húsum.

1  Mannvirki í notkunarflokki 3 eru einbýlis- og fjölbýlishús, frístundahús og einstök gistiherbergi, þ.m.t. heimagisting. Notkunarflokkur 3 er ekki skoðunarskyldur.

6


3.2.1 Viðbragðstími meiri en 15 mínútur

Tafla 3. Fjöldi bygginga í notkunarflokkum 1 og 2 og meðalviðbragðstími á starfssvæði SHS.

Í 9.2.6. gr. byggingarreglugerðar er fjallað sérstaklega um þátttöku slökkviliðs í björgun. Megin­reglan er sú að við ákvörðun brunavarna í mannvirki skal taka tillit til getu slökkviliðs í viðkomandi sveitarfélagi, viðbragðstíma og mögulegrar aðstoðar annarra slökkviliða og skal þess getið með hvaða hætti slíkt er gert í greinargerð þess hönnuðar sem ábyrgð ber á brunavörnum.

Við bestu aðstæður

Mannvirki

0 - 15 mín

Hlutfall

+15 mín

Hlutfall

3.938

3.931

99,8%

7

0,2%

284

259

91,2%

25

8,8%

4.222

4.190

99,2%

32

0,8%

Mannvirki

0 - 15 mín

Hlutfall

+15 mín

3.938

3.751

95,0%

187

4,7%

284

201

70,8%

83

29,2%

4.222

3.952

93,6%

270

6,4%

Útkallssvæði 1 Notkunarflokkur 1 og 2 Útkallssvæði 2, 3 og 4 Notkunarflokkur 1 og 2 Alls

Á álagstíma

Hlutfall

Útkallssvæði 1 Notkunarflokkur 1 og 2 Útkallssvæði 2, 3 og 4 Notkunarflokkur 1 og 2 Alls

Alls eru 32 mannvirki í notkunarflokki 1 og 2 með lengri viðbragðstíma en 15 mínútur við bestu aðstæður. Á álagstíma fjölgar þeim mannvirkjum umtalsvert eða um 238 sem slökkviliðið nær ekki til innan 15 mínútna. Í kafla 4.4 er fjallað um úrræði vegna þessara mannvirkja.

Mynd 2. Byggingar í notkunarflokki 1 og 2 á starfssvæði SHS. 7


3.3 Byggingar í notkunarflokkum 4, 5 og 6

3.3.1 Viðbragðstími meiri en 15 mínútur Í 9.2.6. gr. byggingarreglugerðar er fjallað sérstaklega um þátttöku slökkviliðs í björgun. Meginreglan er sú að við ákvörðun brunavarna í mannvirki skal taka tillit til getu slökkviliðs í viðkomandi sveitarfélagi, viðbragðstíma og mögulegrar aðstoðar annarra slökkviliða og skal þess getið með hvaða hætti slíkt er gert í greinargerð þess hönnuðar sem ábyrgð ber á brunavörnum.

Fjöldi heitinúmera í notkunarflokkum 4, 5 og 6 eru ríflega 1.000 talsins. Starfsemi í þessum notkunarflokkum er fjölbreytt, allt frá gististöðum upp í lokaðar deildir á sjúkra­húsum. Tafla 4. Dæmi um starfsemi í notkunarflokkum 4, 5 og 6.

Not­kunar­ flokkur 4

5

6

Dæmi um notkun Mannvirki þar sem gisting er boðin, s.s. hótel og aðrir gististaðir, frístundahús til útleigu og skálar til útleigu og húsnæði þar sem boðin er tilfallandi gisting, þ.m.t í skólum.

Sofið

Þekkja flótta­ leiðir

Tafla 5. Fjöldi bygginga í notkunarflokkum 4, 5 og 6 og meðalviðbragðstími á starfssvæði SHS.

Geta bjargað sér

Við bestu aðstæður

Mannvirki

0 - 15 mín

Hlutfall

+15 mín

Hlutfall

1.010

1.005

99,5%

5

0,5%

29

19

65,5%

10

34,5%

1.039

1.024

98,6%

15

1,4%

Mannvirki

0 - 15 mín

Hlutfall

+15 mín

Útkallssvæði 1

Nei

Já Notkunarflokkur 4, 5 og 6

Mannvirki sem hýsir meðferðar- og legudeildir sjúkrahúsa, vöggustofur, íbúðir og stofnanir fyrir aldraða eða fatlaða, leikskólar og yngstu deildir grunnskóla (1. til 4. bekkur)

Mannvirki sem hýsa fangelsi, lokaðar deildir á sjúkrahúsum, s.s. geðdeildir, og aðrir staðir þar sem menn eru lokaðir inni

Nei

Útkallssvæði 2, 3 og 4

Nei

Notkunarflokkur 4, 5 og 6

Nei

Alls

Nei

Á álagstíma

Hlutfall

Útkallssvæði 1 Notkunarflokkur 4, 5 og 6

1.010

965

95,5%

45

4,5%

29

12

41,4%

17

58,6%

1.039

977

94,0%

62

6,0%

Útkallssvæði 2, 3 og 4 Notkunarflokkur 4, 5 og 6 Alls

Alls eru 15 mannvirki (1,4%) í notkunarflokki 4, 5 og 6 með lengri viðbragðstíma en 15 mínútur við bestu aðstæður. Á álagstíma fjölgar þeim mannvirkjum umtalsvert eða um 47 sem slökkviliðið nær ekki til innan 15 mínútna. Fjallað er um úrræði vegna þessara mannvirkja í kafla 4.4.

Mynd 3. Byggingar í notkunarflokki 4, 5 og 6 á starfssvæði SHS. 8


Mynd 4. Viðbragðstími í byggingar í notkunarflokki 4, 5 og 6 á starfssvæði SHS.

Mynd 5. Friðaðar byggingar á starfssvæði SHS.

3.4 Friðaðar byggingar

Tafla 6. Fjöldi friðaðra bygginga og meðalviðbragðstími á starfssvæði SHS. Viðbragðstími við bestu aðstæður.

Friðaðar byggingar

274 friðlýst hús og mannvirki eru á starfssvæði SHS. Öll slík hús eru skoðunarskyld skv. 19. gr. reglugerðar nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit, án tillits til notkunarflokks. Þau skal skoða að lágmarki fjórða hvert ár.

3.4.1 Viðbragðstími meiri en 15 mínútur Tvö friðuð mannvirki, Gljúfrasteinn og Brautarholt VI, eru með lengri viðbragðstíma en 15 mínútur. Fjallað er um úrræði vegna þessara mannvirkja í kafla 4.4.

Mannvirki

0 - 15 mín

Útkallssvæði 1

268

268

100%

0

0,0%

Notkunarflokkur 1, 2 og 3

227

227

100%

0

0,0%

Notkunarflokkur 4, 5 og 6

41

41

100%

0

0,0%

Útkallssvæði 2, 3 og 4

6

4

66,7%

2

33,3%

Notkunarflokkur 1, 2 og 3

6

4

66,7%

2

33,3%

Notkunarflokkur 4, 5 og 6

0

0

0,0%

0

0,0%

274

272

99,3%

2

0,7%

Alls

9

Hlutfall

+15 mín

Hlutfall


4. Skoðanir Unnið er út frá heiti-, fasta- og/eða matshlutanúmeri fasteigna, allt eftir því hvað á við í hvert skipti. Fjöldi skoðana (málsnúmera) á hverja byggingu fer aðallega eftir fjölda eigenda en er einnig háður notkunarflokkum og forráðamönnum byggingarinnar. Mikilvægt er að taka tillit til þátta eins og eftirfylgni, þvingunarúrræða og réttrar stjórnsýslu þegar skoðunum er skipt. Reynsla síðastliðinna ára er að meðaltali 1,76 skoðanir á hvert heitinúmer en mismunandi eftir notkunarflokkum, sjá töflu hér fyrir neðan. Fjöldi eininga gæti því verið um 9.300.

• • • • • •

Tafla 7. Fjöldi skoðana eftir notkunarflokkum.

4.1.1 Frumskoðanir í notkunarflokkum 1 og 2

Heitinúmer

Eigendur/forráðamenn

Málsnúmer

Notkunarflokkur 1 og 2

4.222

1,9

8.022

Notkunarflokkur 4, 5 og 6

1.039

1,2

1.247

Alls

5.261

1,8

9.269

Hættu á stórfelldu manntjóni. Hættu á stórfelldu eignatjóni. Viðbragðstíma. Útbreiðsluhættu við eldsvoða. Stærð meginbrunahólfa. Menningarsögulegt mikilvægi og friðun byggingarinnar.

Frumskoðun er skoðun að frumkvæði slökkviliðs samkvæmt fyrirliggjandi skoðunaráætlun við­komandi árs. Einnig skipulagðar þemaskoðanir og tilfallandi skoðanir sem aðstæður eða ábendingar kalla á. Skoðunartíðni bygginga í notkunarflokkum 1 og 2 er háð mati slökkviliðsstjóra en þó skal að lág­marki skoða þær fjórða hvert ár. Ákveðnar byggingar eru þó skoðaðar árlega eða annað hvert ár.

Skoðað árlega Eftirfarandi byggingar skal skoða árlega. Áætlaður árlegur fjöldi skoðana er um 35 til 40.

4.1 Sundurliðun skoðana og skoðanatíðni

• Allar byggingar sem eru flokkaðar sem sérstök áhætta samkvæmt brunavarnaáætlun. Sjá kafla 10.4 í brunavarnaáætlun og fylgirit 2 um áhættugreiningu.

Samkvæmt 20. gr. reglugerðar um eldvarnir og eldvarnaeftirlit nr. 723/2017 skal slökkviliðsstjóri, fyrir 1. febrúar ár hvert, gefa út eftirlitsáætlun þar sem gerð er grein fyrir því hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi í sveitarfélaginu munu sæta eldvarnaeftirliti á árinu. Áætlunin skal birt á vefsíðu slökkviliðsins. Jafnframt skal slökkviliðsstjóri taka saman og senda Mannvirkjastofnun skýrslu um framkvæmd og árangur eldvarnaeftirlits liðins árs fyrir 1. mars ár hvert. Árleg eftirlitsáætlun sem er byggð á reglugerð nr. 723/2017 og ákvæðum þessarar brunavarnaáætlunar mun liggja fyrir fyrir árslok 2018.

Skoðað annað hvert ár Eftirfarandi byggingar skal skoða annað hvert ár. Áætlaður árlegur fjöldi skoðana er 500 til 700. • • • •

Slökkviliðsstjóri metur og heldur skrá um hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi á hans starfssvæði falla undir skoðunarskyldu þessarar greinar. Við það mat skal slökkviliðsstjóri m.a. byggja á leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar en þar til þær liggja fyrir verður byggt á eftirfarandi flokkun um skoðunarskyldu. Skoðunartíðni er tengd notkunarflokki byggingarinnar eða því hvort hætta sé á stórfelldu manntjóni eða eignatjóni í eldsvoða. Við þetta mat er stuðst við getu slökkviliðsins til að bregðast við og einnig er horft til eftirfarandi atriða:

Byggingar með lengri viðbragðstíma en 15 mínútur. Byggingar sem hafa menningarsögulegt mikilvægi og/eða friðaðar. Byggingar þar sem meginbrunahólf er stærra en 2.000 fermetrar. Þar sem hætta er á stórfelldu manntjóni.

Skoðað fjórða hvert ár Eftirfarandi byggingar skal skoða fjórða hvert ár. Áætlaður árlegur fjöldi er 1.500 til 1.700. • Þær byggingar þar sem slökkviliðsstjóri metur er að ekki sé hætta á stórfelldu mann- eða eignatjóni í eldsvoða og slökkviliðið ráði við án hættu á frekari útbreiðslu.

10


4.1.2 Frumskoðanir í notkunarflokkum 4, 5 og 6

4.1.5 Skoðanir vegna umsagna

Í reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit nr. 723/2017 kemur fram að allar byggingar í notkunarflokkum 4, 5 og 6, skv. ákvæðum byggingarreglugerðar skuli skoða að lágmarki einu sinni á ári. Árlegur fjöldi skoðana er um 1.200 til 1.500.

Skoðanir að beiðni sýslumanns vegna rekstrarleyfa veitinga- og gististaða, lögreglustjóra vegna geymslu og sölu skotelda og sprengiefnis auk brennuleyfa og sveitarfélaga vegna heimadaggæslu barna eru árlega um 800 til 1.000.

4.1.3 Eftirfylgniskoðanir

4.1.6 Skoðanir vegna einkabrunavarna

Eftirfylgniskoðun er í kjölfar frumskoðunar til að tryggja að orðið hafi verið við kröfum slökkviliðs um úrbætur. Að hámarki er farið í fjórar slíkar skoðanir í einstöku máli áður en gripið er til þvingunarúrræða sem tilgreind eru í VIII. kafla laga um brunavarnir nr. 75/2000.

Á fámennum og landfræðilega afskekktum dreifbýlissvæðum, þar sem ekki er hægt að koma því við að vera með útkallslið er heimilt að tryggja öryggi svæðisins með öðrum hætti. Bruna­varnir skulu þá tryggðar t.d. í formi aukinna einkabrunavarna og forvarnastarfs sem viðhaldi ásættan­legu öryggi fyrir líf, heilsu, umhverfi og eignir og/eða með rekstri útstöðvar með fyrsta við­búnaði fyrir utanhúss slökkvistarf og þjálfun íbúa í björgunarstörfum á meðan beðið er eftir slökkviliði. Á starfssvæði SHS eru slíkar ráðstafanir viðhafðar þegar viðbragðstími er lengri en 15 mínútur. Sjá nánar í kafla 4.4.

Reynsla sýnir að í um 25% tilvika þarf að fara í eftirfylgniskoðun að lokinni frumskoðun til að tryggja að orðið hafi verið við kröfum slökkviliðs um úrbætur. Árlegur fjöldi eftirfylgniskoðana er um 800 til 1.000.

Skoðanir á einkabrunavörnum og fræðsla eru árlega um 20 til 40.

4.1.4 Öryggis- og lokaúttektir Öryggis- og lokaúttektir eru framkvæmdar að beiðni byggingarfulltrúa. Ekki er heimilt að taka nýja byggingu eða hluta hennar í notkun nema að undangenginni loka- og/eða öryggis­úttekt bygg­inga­full­trúa og slökkviliðs. Þetta gildir einnig um byggingarleyfisskyldar breytingar á hús­næði. Öryggis- og lokaúttektir samkvæmt beiðni byggingarfulltrúa eru árlega um 300 til 400.

4.1.7 Skoðanir vegna forvarnaverkefna Forvarnaverkefni er leiðsögn til fyrirtækja og stofnana vegna eigin eldvarnaeftirlits þeirra og gerð viðbragðs- og rýmingaráætlana vegna eldsvoða. Forvarnaverkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir eru árlega um 25 til 50.

4.1.8 Áætlaður árlegur heildarfjöldi skoðana Áætlaður heildarfjöldi skoðana forvarnasviðs SHS er byggður á mati á fjölda frumkvæðisskoðana og reynslu af fjölda annarra skoðana. Ekki er óvarlegt að áætla í samræmi við ofangreint að heildarfjöldi sé um 5.000 til 6.500. Það eru um 20 - 26 skoðanir á hverjum vinnudegi.

4.2 Árleg eftirlitsáætlun Samkvæmt 20. gr. reglugerðar um eldvarnir og eldvarnaeftirlit skal slökkviliðsstjóri, fyrir 1. febrúar ár hvert, gefa út eftirlitsáætlun þar sem gerð er grein fyrir því hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi í sveitar­ félaginu munu sæta eldvarnaeftirliti á árinu. Áætlunin skal birt á vefsíðu slökkviliðsins. Jafnframt skal slökkviliðsstjóri taka saman og senda Mannvirkjastofnun skýrslu um framkvæmd og árangur eld­varna­ eftirlits liðins árs fyrir 1. mars ár hvert.

11


4.3 Mönnun eldvarnaeftirlits

4.4 Viðbragðstími lengri en 15 mínútur

Mönnun eldvarnaeftirlits er háð fjölda skoðana sem eftirlitið þarf að sinna. Leiðbeiningar Mann­virkja­ stofnunar um matsaðferðir, sem slökkviliðsstjóri á að styðjast þegar ákveðið er hvort byggingin er skoð­ unar­skyld og þá hversu langt má líða á milli þeirra, liggja ekki fyrir. Ekki er ósennilegt að heildar­fjöldi skoðana SHS verði á bilinu 5.000 – 7.000 á ári. Fram að því metur slökkviliðsstjóri skoðunarskyldu og skoðana­tíðni í samræmi reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit, að teknu tilliti til annarra forsenda sem hann ákveður. Sjá kafla 4.1.

Eins og áður hefur komið fram eru um 5.300 byggingar (heitinúmer) á starfssvæði SHS í notkunar­flokkum 1, 2, 4, 5 og 6. Á stöðum þar sem viðbragðstími slökkviliðs er yfir 15 mínútur eða slökkviliðið er á ein­ hvern hátt vanbúið til að ráða við eld í mannvirki af þessari gerð skulu brunavarnir mannvirkis auknar sem áhrifum þessa nemur eða lögð áhersla á einkabrunavarnir og forvarnastarf. Í töflunni hér fyrir neðan sést að viðbragðstími er lengri en 15 mínútur í um 47 til 332 skoðunarskyldra mannvirkja allt eftir því hvort útkallið er við bestu aðstæður eða á álagstíma. Farið verður í sérstakt fræðsluátak um einkabrunavarnir á útkallssvæðum 2, 3 og 4 á árinu 2019.

Línuritið hér að neðan sýnir áhrif skoðunartíðni á skoðanafjölda ársins.

Skoðunartíðni í notkunarflokki 1 og 2

Tafla 8. Viðbragðstími í skoðunarskyldar byggingar á starfssvæði SHS.

12.699

Við bestu aðstæður 14.000

14.000

10.192

12.000

Útkallssvæði 1 Útkallssvæði 2, 3 og 4

12.000

Alls

10.027 7.685

10.000

Á álagstíma 8.000

5.178 5.014

6.000

Útkallssvæði 1 Útkallssvæði 2, 3 og 4

6.000

Alls

2.672 4.000

2.672

2.672

2.672 0

0 0%

25% Fastar skoðanir

+15 mín

Hlutfall

4.948

4.936

99,8%

12

0,2%

313

278

88,8%

35

11,2%

5.261

5.214

99,1%

47

0,9%

Mannvirki

0 - 15 mín

Hlutfall

4.948

4.716

95,3%

232

4,7%

313

213

68,1%

100

31,9%

5.261

4.929

93,7%

332

6,3%

+15 mín

Hlutfall

Í byggingarreglugerðinni, gr. 9.2.6, er sérstaklega fjallað um byggingar þar sem þátttaka slökkviliðs er nauðsynleg í björgun fólks.

2.000

2.000

2.672

Hlutfall

4.000

2.507

2.672

0 - 15 mín

10.000

7.520 8.000

Mannvirki

50%

75%

100%

Mynd 6. Fjölgun skoðana með aukinni skoðunartíðni. Skoðanir í NFL 1 og 2 Skoðanir alls per ár

12


Tvö friðuð mannvirki á höfuðborgarsvæðinu, Gljúfrasteinn (á álagstíma) og Brautarholt VI, eru með lengri við­bragðstíma en 15 mínútur. Í þeim tilvikum er gripið til þess úrræðis að auka tíðni eld­varna­eftir­lits, en samkvæmt 19. gr. reglugerðar nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit skal skoða mikil­vægar menn­ ingar­sögulegar byggingar og mannvirki að lágmarki fjórða hvert ár.

9.2.6. gr. Þátttaka slökkviliðs í björgun.

Tafla 9. Fjöldi bygginga í notkunarflokkum 4, 5 og 6 með lengri viðbragðstíma en 15 mínútur.

Meginreglur: Við ákvörðun brunavarna í mannvirki skal taka tillit til getu slökkviliðs í viðkomandi sveitarfélagi, útkallstíma og mögulega aðstoð annarra slökkviliða og skal þess getið með hvaða hætti slíkt er gert í greinargerð þess hönnuðar sem ábyrgð ber á brunavörnum. Á þeim stöðum þar sem útkallstími slökkviliðs er yfir 15 mín eða slökkviliðið er á einhvern hátt vanbúið til að ráða við eld í mannvirki af þessari gerð skulu brunavarnir mannvirkis auknar sem áhrifum þessa nemur. Byggt skal á upplýsingum í brunavarnaáætlun viðkomandi slökkviliðs.

Við bestu aðstæður

Mannvirki

0 - 15 mín

Hlutfall

+15 mín

Hlutfall

1.010

1.005

99,5%

5

0,5%

29

19

65,5%

10

34,5%

1.039

1.024

98,6%

15

1,4%

Mannvirki

0 - 15 mín

Hlutfall

+15 mín

Hlutfall

1.010

965

95,5%

45

4,5%

29

12

41,4%

17

58,6%

1.039

977

94%

62

6,0%

Útkallssvæði 1 Notkunarflokkur 4, 5 og 6 Útkallssvæði 2, 3 og 4 Notkunarflokkur 4, 5 og 6

Viðmiðunarreglur: Ekki er heimilt að hanna byggingar með rýmingu um svalir ofan þeirrar hæðar sem búnaður viðkomandi slökkviliðs ræður við. Umfang rýmingar um svalir skal takmarka við afkastagetu slökkviliðs til björgunar af svölum. Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.

Alls

Á álagstíma Útkallssvæði 1 Notkunarflokkur 4, 5 og 6

Hér eru skoðaðar sérstaklega byggingar þar sem líklegt er að þátttaka slökkviliðs í björgun sé nauðsynleg og er horft til bygginga í notkunarflokkum 4, 5 og 6 samkvæmt byggingarreglugerð.

Útkallssvæði 2, 3 og 4

Lögð er áhersla á allar byggingarnar í notkunarflokki 4, 5 og 6 séu skoðaðar árlega og verða þær sem eru með lengri viðbragðstíma en 15 mínútur skoðaðar sérstaklega á árinu 2018 m.t.t. ákvæða greinar 9.2.6 í byggingarreglugerð og í framhaldi af því metið til hvaða ráðstafana verður gripið í hverju tilviki fyrir sig í samráði við forráðamenn.

Alls

Notkunarflokkur 4, 5 og 6

Helstu úræði eru eftirfarandi: 1. Úrbætur á eldvörnum mannvirkis. 2. Aukin tíðni eftirlits. 3. Fræðsla. Fimmtán byggingar í notkunarflokki 4, 5 og 6 eru með lengri viðbragðstíma en 15 mínútur við bestu aðstæður. Þeim fjölgar verulega á álagstíma en þá eru þær 62.

13


5. Heimildir 5.1 Helstu lög og reglugerðir Lög um brunavarnir nr. 75/2000 Byggingarreglugerð nr. 112/2012 Reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit nr. 723/2017 Reglugerð um þjónustuaðila brunavarna nr. 1067/2011

14


Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 2018 15


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.