Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skrifaði í gær undir samkomulag með Reykjavíkurborg, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Samökum ferðaþjónuustunnar, fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík. Forsendur samkomulagsins eru að fosvarsmenn, rekstraraðilar og starfsfólk skemmtistaða, slökkviliðið, lögreglan og Reykjavíkurborg líti á sig sem samstarfsaðila með sameiginlega hagsmuni að leiðarljósi. Markmiðið er ofbeldislausir og öruggir skemmtistaðir í Reykjavík. Aðilar að samkomulaginu koma saman ársfjórðungslega og meta árangur samstarfsins en lögreglan boðar til fundanna. Í samkomulaginu koma fram aðgerðir ofangreindra aðila.

Stefna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (aðgerðir) er:

• Sjá til þess að sjúkraflutningamenn séu aðstoðaðir við störf sín, ekki síst svo þeir komist óáreittir til sjúklingsins, geti sinnt honum og flutt út í sjúkrabifreið.
• Að stuðla að góðum samskiptum við stjórnendur og starfsfólk skemmtistaða. Óformleg samskipti fara fram beint og milliliðalaust milli starf¬manna skemmtistaða og starfsmanna forvarnasviðs SHS.
• Að gefa út og staðfesta með upplýsingaskilti leyfilegan fjölda á skemmtistöðum.
• Að viðbragðstími slökkviliðs og sjúkrabifreiða verði að jafnaði ekki lengri en 10 mínútur á álagstímum skemmtistaða.
• Að skemmtistaðir taki upp og sinni eigin eftirliti með eldvörnum á reglubundinn og skipulegan hátt. Noti „Brunavörðinn”, skoðunarapp SHS, og tryggi þannig sjálfir að mestu leyti að eldvarnir séu til staðar og í lagi.
• Að farið verði áfram í reglubundið eldvarnaeft¬irlit eins og verið hefur, en leitast við að skoða með lögreglunni þá staði sem þurfa meira eftirlits við en almennt gerist.

Stefna skemmtistaða (aðgerðir) er m.a.

• Stuðla að góðum samskiptum við slökkviliðið gegnum forvarnasvið SHS
• Hafa sérstaklega í huga að ákvæði um brunavarnir og flóttaleiðir séu virtþ
• Að tryggja að allir dyraverðir og starfsmenn þekki rýmingaráætlun staðarins og viti sitt hlutverk í henni.
• Að tryggja að brunavarnir séu í lagi, s.s. brunaviðvörunarkerfi, neyðarlýsing og að flóttaleiðir séu opnanlegar og greiðfærar.
• Að vera með virka rýmingaráætlun, allir þekki sitt hlutverk, og að aðkoma slökkviliðs og upplýsingar til þess séu tryggðar, ef á þarf að halda,
• Að tryggja að þekking sé hjá dyravörðum og starfsfólki á því að hlúa að gestum við veikindi og slys.
• Að leitast við að tryggja aðkomuleið sjúkrabifreiða eins og hægt er, ef til þess kemur.
• Að sjá til þess að sjúkraflutningamenn séu aðstoðaðir við störf sín, ekki síst svo þeir komist óáreittir til sjúklingsins, geti sinnt honum og flutt út í sjúkrabifreið.

Sjá nánar um samkomulagið á síðu Reykjavíkurborgar http://reykjavik.is/frettir/samkomulag-um-ofbeldislausa-og-orugga-skemmtistadi

Ljósmynd (mbl.is/Golli), f.v.: Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAF og Einar Sturla Möinichen eigandi Hressó.