Eitt af því sem við höfum breytt í okkar starfsemi til að minnka líkur á smiti meðal starfsmanna er að fjölga starfsstöðvum og skipta vöktum í níu einingar.  Í venjulegu árferði eru starfsstöðvar okkar fjórar í dag eru þær níu víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og á hverri vakt eru 30 starfsmenn sem skiptast á milli þeirra.

Í byrjun mars vorum við með starfsstöðvar í Skógarhlíð, Tunguhálsi,  Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Í dag erum við einnig með starfsstöðvar við Flugvallaveg, Grandagarði, aukaastöðu í Skógarhlíð, Sigtúni og Hólmaslóð.

Þetta eru mikil viðbrigði fyrir starfsfólkið en það eru allir samtaka í þessum aðgerðum. Við viljum koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa brugðist við með skömmum fyrirvara og aðstoðað okkur með húsnæði.

Við höldum áfram að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir frekara smit hjá okkar starfsfólki og biðlum til ykkar að hjálpa okkur í því. Það er mikilvægt að þið gefið mjög nákvæmar upplýsingar til 112 ef um alvarleg veikindi er að ræða og þið þurfið sjúkrabíl. Allur okkar viðbúnaður er meiri og annar ef um smit er ræða.