Vitjunarbíll

Eins og við höfum sagt frá þá höfum við brugðist við ástandinu á margan hátt hér hjá okkur og meðal annars útbúið sérstaka COVID-19 sjúkrabíla. Þeir eru notaðir þegar við erum að flytja sjúklinga með staðfest smit sem og þá sem eru með grun um smit. Við erum með níu bíla í þessum flutningum sem kallað eru annars vegar kallaðir “sitjandi COVID” sem eru notaðir þegar sjúklingar geta setið og hins vegar “liggjandi COVID”. Einn bíll er kallaður “vitjunarbíll” sem er t.d. notaður þegar heilbrigðisstarfsfólk fer í vitjanir til sjúklinga með COVID.

Starfsmenn okkar hafa einnig unnið að því að útbúa gjörgæslubíl sem nýttur er þegar flytja þarf gjörgæslusjúklinga á milli spítala.

Þeir líta alls ekki út eins og þeir hefðbundnu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, þeir eru annað hvort hvítir eða gráir með merkingu í afturglugganum

“Sitjandi COVID”
“Liggjandi COVID”
Gjörgæslubíllinn