Það má segja að það sé talsverður munur á núverandi bílaflota okkar í hér Skógarhlíðinni á COVID-19 tímum eða í venjulegu árferði. Stöðin hefur tekið tímabundnum breytingum vegna ástandsins þar sem COVID bílarnir sem starfsmenn okkar útbjuggu eru allir staðsettir hér.

Alls eru níu COVID bílar hér í Skógarhlíðinni sem sinna staðfestum smitum sem og þegar grun um smit er. Vonandi minnkar þörfin fyrir þennan mikla bílaflota á næstunni.