Nú þegar grillsumarið er að byrja er mikilvægt að huga að nokkrum þáttum varðandi notkun gasgrilla.

Nauðynslegt er að halda grillinu hreinu og þrífa það reglulega, yfirfara slöngur og tengingar. Þó gaskútar séu venjulega geymdir undir grillum á ekki að hafa þá þar þegar verið er að grilla heldur setja til hliðar við grillið. Á þann hátt er þess gætt að fita leki ekki á gaskútinn.

Hér má nálgast gagnlegar upplýsingar um gasöryggismál.