Við höfum lokað tveimur af okkar tímabundnu stöðvum, annars vegar á Hólmaslóð í húsnæði Frumherja og hins vegar í World Class í Ögurhvarfi. Í dag erum við því á níu stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Á næstunni munum við loka fleiri stöðvum en ætlum að fara varlega í afléttingu og blöndun á vöktum.

Við erum ótrúlega þakklát þeim aðilum sem lánuðu okkur húsnæðið sitt með skömmum fyrirvara þegar við fórum í þá aðgerð að fjölga stöðvum og skipta upp vöktunum. Tilgangurinn með því var að hindra smit á meðal okkar heilbrigðisstarfsfólks sem starfar í framlínunni.  Það var ómetanlegt að finna þann samhug sem mætti okkur í þjóðfélaginu, allir tilbúnir að aðstoða okkur og fyrir það erum við þakklát.

Ágúst og Ingólfur á síðustu vaktinni á Hólmaslóð
Sandra og Áslaug Birna tóku síðustu vaktina í Ögurhvarfi