Nýlega féll í Héraðsdómi dómur þar sem bótaupphæð var lækkuð um 25% þar húsnæðið fullnægði ekki viðeigandi brunavörnum. Um var að ræða athugasemdir sem komið höfðu fram í reglubundnu eftirliti hjá Slökkviliði Akureyrar.

Líkur eru taldar á að tjónið í brunanum hefði verið mun minna ef brunaviðvörunarkerfi tengt vaktstöð hefði verið í byggingunni eins og kom fram í samþykktum teikningum af húsinu.

Á hverju ári skoðum við að meðaltali  1000 byggingar með um 1400 skoðanir og höfum skráð um 10.000  atriði bæði um það sem betur má fara og það sem vel er gert. Athugasemdir eru allt frá því að biðja fólk um að hengja slökkvitæki upp á vegg, merkja flóttaleiðir, skipta um peru í leiðarlýsingu, færa hluti úr flóttaleiðum (flóttaleiðir eiga alltaf að vera greiðfærar) og teikna húsnæðið uppá nýtt.

Einnig eru nokkrir aðilar sem þurfa gera miklar breytingar á því húsnæði sem verið er að skoða með tillit til brunavarna, fer það eftir notkun og stærð.

Verum meðvituð um að það þarf að nota húsnæðið í samræmi við það sem því er ætlað, (það kemur fram á teikningum hússins).

Að sjálfsögðu eru margir með brunavarnir í fasteignum sínum í fullkomnu lagi og því fögnum við.

Dóminn má sjá nánar hér.