Í dag var góður dagur þegar við tókum fyrsta nýja sjúkrabílinn í notkun, en við munum taka í notkun sjö nýja bíla á næstu vikum.  Rauði kross Íslands, sér um innkaup og rekstur sjúkrabifreiða, keypti á árinu 25 nýja bíla til að endurnýja sjúkrabílaflota landsmanna og voru það kærkomin kaup.

Við erum þess fullviss um að þeir muni reynast vel. Fyrir utan auðvitað að vera nýir bílar, eru þeir nokkuð frábrugnir þeim gömlu, bæði hvað varðar vinnuaðstöðu okkar fólks og aðstæður sjúklingana.  Útlitslega eru þeir einnig mjög ólíkir þeim gömlu ekki síst þar sem þeir eru vel gulir með breiðum áberandi endurskinsrendum.  Með nýju merkingunni verða bílanir enn meira áberandi í umferðinni, sem eykur öryggi okkar í forgangsakstri sem og á vettvangi.

Fyrsti bíllinn er staðsettur í Hafnarfirði.