Vegna þurrka og hættu á gróðureldum í Heiðmörk og öðrum gróðursvæðum á höfuðborgarsvæðinu er öll meðferð elds bönnuð á svæðinu.

Gróðurinn er mjög þurr og er því mikilvægt að vera ekki með eld, reykja eða notkun verkfæra sem geta skapað eldhættu á gróðursvæði. Þrátt fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga þá hefur ógninni á gróðureldum ekki verið afstýrt þar sem gróður og sina eru enn mjög þurr.

Þessi svæði eru meðal annars inn í hverfum og þekkt útivistarsvæði sem ná yfir stórt landsvæði og viljum við biðla til almennings að hjálpa okkur að hafa aðgát á þessum svæðum. Ef þið verðið vör við eitthvað sem gæti valdið bruna tilkynnið það strax til 112. Sérstaklega viljum við biðja þá einstaklinga sem eru á flugi yfir þessum svæðum eða eru að taka myndir með drónum að vera vakandi fyrir hugsanlegri eldshættu eða eldum og láta 112 vita ef minnsti möguleiki er á slíku.