Verkefni okkar eftir útköll þar sem um staðfest eða hugsanlegt COVID-19 smit var að ræða eru krefjandi. Þegar útkalli lýkur tekur við talsverð vinna við að sótthreinsa bílinn, allan búnað og einnig þurfa þeir sem sinntu útkallinu að skipta um fatnað til að koma í veg fyrir að smit berist á milli sjúklinga eða í okkar fólk. Eftir að starfsmenn eru búnir að sótthreinsa sjúkrabílinn er hann settur inn í aðstöðu í Skógarhlíðinni þar sem hann er sótthreinsaður með sérstökum búnaði. Mikilvægt er að fólki bregði ekki í brún ef við mætum í útköll til ykkar í hlífðarfatnaði, hann er okkur öllum mikilvægur. Hjálpumst öllNánar

Kynningarfundur slökkviliðsins sl. föstudag var vel sóttur en þar var umsækjendum gefinn kostur á að kynna sér starf SHS og fá nánari upplýsingar um inntökuferlið. Fundinum var jafnframt streymt og töluverður fjöldi nýtti sér það.Nánar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skrifaði í gær undir samkomulag með Reykjavíkurborg, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Samökum ferðaþjónuustunnar, fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík. Forsendur samkomulagsins eru að fosvarsmenn, rekstraraðilar og starfsfólk skemmtistaða, slökkviliðið, lögreglan og Reykjavíkurborg líti á sig sem samstarfsaðila með sameiginlega hagsmuni að leiðarljósi. Markmiðið er ofbeldislausir og öruggir skemmtistaðir í Reykjavík. Aðilar að samkomulaginu koma saman ársfjórðungslega og meta árangur samstarfsins en lögreglan boðar til fundanna. Í samkomulaginu koma fram aðgerðir ofangreindra aðila. Stefna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (aðgerðir) er: • Sjá til þess að sjúkraflutningamenn séu aðstoðaðir við störf sín, ekki síst svo þeir komist óáreittir til sjúklingsins, geti sinnt honumNánar

Í dag eru slökkvitæki á 72% íslenskra heimila, samanborið við 61% árið 2014. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyr­ir Lands­sam­band slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna og Eld­varna­banda­lagið, en slík könnun er framkvæmd annað hvert ár. Þá eru nú allt í senn reyk­skynj­ar­ar, eld­varna­teppi og slökkvi­tæki á yfir helm­ingi heim­ila, í fyrsta sinn síðan mæl­ing­ar hóf­ust. Þannig sýna niðurstöðurnar að Íslend­ing­ar hafa auka eld­varn­ir heim­ila sinna jafnt og þétt, þó auðvitað megi gera betur. Þannig sýndi könnunin að á 28% heim­ila er aðeins einn reyk­skynj­ari, eða enginn, og sama hlut­fall heim­ila er án nokk­urra slökkvi­tækja. Það er því verk að vinna þó þetta sé vissulega ánægju­leg þróun. „ÞóttNánar