Þjónusta forvarnasviðs slökkviliðsins, sem m.a. sinnir eldvarnaskoðunum, öryggis- og lokaúttektum og þjónustu við hönnuði, verður með breyttu sniði á meðan aðgerðir vegna COVID-19 veirunnar eru í gangi. Þjónustan verður með eftirfarandi hætti:

1. Gestakomur: Ekki er tekið á móti gestum í Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð 14 og þurfa samskipti við starfsmenn því að vera í gegnum síma eða tölvupóst.

2. Símtöl þurfa að berast í gegnum þjónustuver í síma 528 3000. Ekki er hægt að áframsenda símtölin þannig að tekin verða skilaboð til starfsmanna sem hringja tilbaka við fyrsta tækifæri.

3. Öryggis- og lokaúttektum með byggingarfulltrúum verður sinnt eins lengi og hægt er, auk umsagna til sýslumanns vegna rekstrarleyfa.

4. Eldvarnaskoðanir liggja að öðru leyti að mestu niðri og ekki verður hægt að veita þjónustu vegna t.d. almennra fyrirspurna og leiðsagnar.

5. Aðaluppdrættir verða skoðaðir rafrænt. Hægt er að senda skrár á pdf-formi á netföngin arnii@shs.is og gudruno@shs.is og ræða siðan við starfsmenn símleiðis. Einnig er hægt að ræða málin í gegnum Microsoft Teams og skoða þannig teikningar og önnur hönnunargögn.

6. Byggingarfulltrúar geta óskað eftir því að verkfræðingar forvarnasviðs komi til þeirra vegna yfirferðar á aðaluppdráttum.

Ofangreint er sett fram með fyrirvara um að breyttar forsendur vegna veirunnar geti án fyrirvara kallað á frekari breytingar á þjónustunni.