Lög um brunavarnir nr. 75/2000 kveða á um brunavarnaáætlun sem liggja skuli fyrir á hverju starfssvæði slökkviliðs.

Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þær áhættur sem eru í sveitarfélaginu. Brunavarnaáætlunin á að stuðla að því að vernda líf og heilsu fólks, umhverfi og eignir með fullnægjandi eldvarnaeftirliti og viðbúnaði við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.

Áætlunin kynnir skipulag og starfsemi SHS, mönnun þess og búnað, viðbragðstíma og helstu áhættur á starfssvæðinu. Í henni er að finna framkvæmdaáætlun til fimm ára.

Fylgirit með áætluninni veita nákvæmari upplýsingar um eftirfarandi:

  1. Viðbragðstíma slökkvibifreiða á höfuðborgarsvæðinu.
  2. Greiningu og mat á áhættu á höfuðborgarsvæðinu.
  3. Forvarnir; skoðanir eldvarnaeftirlits.
  4. Önnur verkefni SHS.
  5. Viðbragðsflokka.

Gildandi brunavarnaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið var samþykkt og undirrituð af forstjóra Mannvirkjastofnunar og stjórn SHS fyrir hönd aðildarsveitarfélaga SHS þann 4. maí 2018.