Mikið álag hefur verið hjá okkur frá upphafi COVID-19 faraldursins og miðað við fjölda smita er líklegt að svo muni verða á næstunni. Álagssveiflur vegna COVID kalla á aukinn mannafla á vakt, á sama tíma og mikilvægt er að skipta starfsfólki á vakt upp í smærri hópa til að koma í veg fyrir að missa marga í sóttkví eða einangrun. Það er ánægjulegt að segja frá því að samkomulag hefur náðst milli SHS annars vegar og Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR – hins vegar, um nýtingu SHS á hluta þess húsnæðis sem ÍSOR leigir af Ríkiseignum að Grensásvegi 9 í Reykjavík. Með því er okkur tryggðNánar

Sæl öll. Við fórum í heimsókn til Borgarplasts í Mosó og fengum að gjöf nýtt 700 lítra fiskiker. Kerið er komið í kjallarann á 600 stöðinni  og er hugsað fyrir æfingar t.d. með dælur, lyftipúða og fleira gaman.  Með Kveðju, Ólafur Ingi.Nánar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skrifaði í gær undir samkomulag með Reykjavíkurborg, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Samökum ferðaþjónuustunnar, fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík. Forsendur samkomulagsins eru að fosvarsmenn, rekstraraðilar og starfsfólk skemmtistaða, slökkviliðið, lögreglan og Reykjavíkurborg líti á sig sem samstarfsaðila með sameiginlega hagsmuni að leiðarljósi. Markmiðið er ofbeldislausir og öruggir skemmtistaðir í Reykjavík. Aðilar að samkomulaginu koma saman ársfjórðungslega og meta árangur samstarfsins en lögreglan boðar til fundanna. Í samkomulaginu koma fram aðgerðir ofangreindra aðila. Stefna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (aðgerðir) er: • Sjá til þess að sjúkraflutningamenn séu aðstoðaðir við störf sín, ekki síst svo þeir komist óáreittir til sjúklingsins, geti sinnt honumNánar

Í dag eru slökkvitæki á 72% íslenskra heimila, samanborið við 61% árið 2014. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyr­ir Lands­sam­band slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna og Eld­varna­banda­lagið, en slík könnun er framkvæmd annað hvert ár. Þá eru nú allt í senn reyk­skynj­ar­ar, eld­varna­teppi og slökkvi­tæki á yfir helm­ingi heim­ila, í fyrsta sinn síðan mæl­ing­ar hóf­ust. Þannig sýna niðurstöðurnar að Íslend­ing­ar hafa auka eld­varn­ir heim­ila sinna jafnt og þétt, þó auðvitað megi gera betur. Þannig sýndi könnunin að á 28% heim­ila er aðeins einn reyk­skynj­ari, eða enginn, og sama hlut­fall heim­ila er án nokk­urra slökkvi­tækja. Það er því verk að vinna þó þetta sé vissulega ánægju­leg þróun. „ÞóttNánar