Logi og Glóð fræða leikskólabörn

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins heimsækir árlega elstu börnin í leikskólunum á svæðinu til þess að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Slökkviliðsmenn hafa slökkviálfana Loga og Glóð sér til halds og trausts í þessum heimsóknum en þau eru sérstakir aðstoðarmenn slökkviliðsins í verkefninu. Verkefnið fór af stað vorið 2007 og tekur til allra leikskóla og grunnskóla sem eru með 5 ára börn á höfuðborgarsvæðinu sem eru í kringum 150 talsins. Við upphaf verkefnisins gera aðilar með sér samkomulag um eldvarnir og fræðslu þar sem hlutverk hvors aðila fyrir sig er skilgreint og SHS afhendir ýmis gögn sem tengjast verkefninu. Markmið verkefnisins er þríþætt: Að tryggja góðar … Continue reading Logi og Glóð fræða leikskólabörnNánar