Í úttektum okkar undanfarnar vikur hefur komið í ljós að fyrirtæki og stofnanir sem eru að uppfylla kröfur um sóttvarnir vegna COVID-19 láta stundum brunavarnir víkja fyrir þeim. Dæmi eru um að eldvarnahurðir eru festar upp til að fyrirbyggja snertismit, flóttaleiðir eru lokaðar af vegna hólfaskiptinga auk þess að reglubundnu eftirliti er frestað þegar fyrirtækin eru með lokun á gesti inn í húsnæðið. Það er skýr krafa slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og ein helsta ástæða brunavarna að fólk komist út eða á öruggt svæði. Fólk verður að komast út um merktar flóttaleiðir, brunahólfanir flóttaleiða eins og sjálflokandi eldvarnahurðir séu virkar, greiðfærar og tryggi að fólk sé ekkiNánar

Mikið álag hefur verið hjá okkur frá upphafi COVID-19 faraldursins og miðað við fjölda smita er líklegt að svo muni verða á næstunni. Álagssveiflur vegna COVID kalla á aukinn mannafla á vakt, á sama tíma og mikilvægt er að skipta starfsfólki á vakt upp í smærri hópa til að koma í veg fyrir að missa marga í sóttkví eða einangrun. Það er ánægjulegt að segja frá því að samkomulag hefur náðst milli SHS annars vegar og Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR – hins vegar, um nýtingu SHS á hluta þess húsnæðis sem ÍSOR leigir af Ríkiseignum að Grensásvegi 9 í Reykjavík. Með því er okkur tryggðNánar

Í dag var góður dagur þegar við tókum fyrsta nýja sjúkrabílinn í notkun, en við munum taka í notkun sjö nýja bíla á næstu vikum.  Rauði kross Íslands, sér um innkaup og rekstur sjúkrabifreiða, keypti á árinu 25 nýja bíla til að endurnýja sjúkrabílaflota landsmanna og voru það kærkomin kaup. Við erum þess fullviss um að þeir muni reynast vel. Fyrir utan auðvitað að vera nýir bílar, eru þeir nokkuð frábrugnir þeim gömlu, bæði hvað varðar vinnuaðstöðu okkar fólks og aðstæður sjúklingana.  Útlitslega eru þeir einnig mjög ólíkir þeim gömlu ekki síst þar sem þeir eru vel gulir með breiðum áberandi endurskinsrendum.  Með nýju merkingunniNánar

Að gefnu tilefni viljum við ítreka að vegna COVID-19 eru allar fjórar slökkvistöðvarnar okkar lokaðar óviðkomandi aðilum. Við erum ennþá á hættustigi almannavarna og á meðan á því stendur verða stöðvarnar lokaðar. Það er mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að vernda okkar heilbrigðisstarfsfólk sem starfar í framlínunni og er þetta einn liður í því.Nánar

Hátíðarhöld á 17. júní voru með talsvert öðru sniði í ár vegna COVID-19. Við lögðum okkar af mörkum til að gera daginn hátíðlegan. Farið var frá öllum stöðvum á fánum prýddum fjölbreyttum bílaflota með blikkandi ljós og keyrðum um hverfi höfuðborgarsvæðisins.Nánar

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins (AHS) fundaði í gærmorgun og fór yfir þær aðgerðir sem neyðarstjórnir sveitarfélaganna stóðu fyrir á COVID-19 tímanum í vetur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem jafnframt er formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins setti fundinn og rakti atburðarásina í stuttu máli. Kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna ásamt neyðarstjórnum sveitarfélaganna var boðin seta á fundinum.  Dagur nýtti tækifærið til að hrósa starfsfólki sveitarfélaganna fyrir vel unnin störf, en mikið hefur mætt á þeirra starfsemi og hafa þau þurft á skömmum tíma að umturna starfseminni, huga að þeim verkefnum sem eru samfélagslega mikilvæg og að órofinni þjónustu. Dagur hrósaði einnig þríeykinu fyrir þeirra framlag og fór sérstaklega yfir hversu jákvætt þaðNánar

Nýlega féll í Héraðsdómi dómur þar sem bótaupphæð var lækkuð um 25% þar húsnæðið fullnægði ekki viðeigandi brunavörnum. Um var að ræða athugasemdir sem komið höfðu fram í reglubundnu eftirliti hjá Slökkviliði Akureyrar. Líkur eru taldar á að tjónið í brunanum hefði verið mun minna ef brunaviðvörunarkerfi tengt vaktstöð hefði verið í byggingunni eins og kom fram í samþykktum teikningum af húsinu. Á hverju ári skoðum við að meðaltali  1000 byggingar með um 1400 skoðanir og höfum skráð um 10.000  atriði bæði um það sem betur má fara og það sem vel er gert. Athugasemdir eru allt frá því að biðja fólk um að hengjaNánar

Í dag eru 20 ár síðan Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) varð til við sameiningu Slökkviliðs Reykjavíkur og Slökkviliðs Hafnfarfjarðar. Að sameiningunni stóðu sjö sveitarfélög, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Bessastaðahreppur, Mosfellsbær og Seltjarnarneskaupstaður. Á sama tíma var gerður þjónustusamningur við Flugmálastjórn um rekstur á slökkviliði á Reykjavíkurflugvelli og við Kjósarhrepp um þjónustu. Tilgangurinn með sameiningunni var að stofna öflugt alhliða slökkvi- og björgunarlið með mikinn útkallsstyrk og hefur hefur sameiningin sannað sig margoft í stórum og flóknum verkefnum sem við höfum fengist við. Við sameiningu varð til öflugasta slökkvilið landsins sem þjónustaði um  170 þúsund manns, í  dag eru þeir orðnir tæplega 221 þúsund eða um 30%Nánar

Í dag var neyðarstigi aflétt hér í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og voru skrifstofur opnaðar fyrir alla starfsmenn hússins. Áfram verður aðskilnaður milli slökkvi- og sjúkraflutninamanna til 1. júní. Við breyttum engu þann 4. maí þegar fyrstu tilslakanir á samkomubanninu voru gefnar út þar sem við sinnum samfélagslega mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Við töldum nauðsynlegt að bíða og sjá hvernig myndi ganga áður en við gerðum breytingar á okkar uppskiptingu. Það er ótrúlegt að staldra við á þessum tímamótum og sjá hversu mikið hefur breyst í okkar starfsemi á stuttum tíma, í dag eru 88 dagar frá fyrsta smiti í landinu. Við fórum yfir á hættustig þann 12.Nánar

Við höfum lokað tveimur af okkar tímabundnu stöðvum, annars vegar á Hólmaslóð í húsnæði Frumherja og hins vegar í World Class í Ögurhvarfi. Í dag erum við því á níu stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Á næstunni munum við loka fleiri stöðvum en ætlum að fara varlega í afléttingu og blöndun á vöktum. Við erum ótrúlega þakklát þeim aðilum sem lánuðu okkur húsnæðið sitt með skömmum fyrirvara þegar við fórum í þá aðgerð að fjölga stöðvum og skipta upp vöktunum. Tilgangurinn með því var að hindra smit á meðal okkar heilbrigðisstarfsfólks sem starfar í framlínunni.  Það var ómetanlegt að finna þann samhug sem mætti okkur í þjóðfélaginu,Nánar