Vegna þurrka og hættu á gróðureldum í Heiðmörk og öðrum gróðursvæðum á höfuðborgarsvæðinu er öll meðferð elds bönnuð á svæðinu. Gróðurinn er mjög þurr og er því mikilvægt að vera ekki með eld, reykja eða notkun verkfæra sem geta skapað eldhættu á gróðursvæði. Þrátt fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga þá hefur ógninni á gróðureldum ekki verið afstýrt þar sem gróður og sina eru enn mjög þurr. Þessi svæði eru meðal annars inn í hverfum og þekkt útivistarsvæði sem ná yfir stórt landsvæði og viljum við biðla til almennings að hjálpa okkur að hafa aðgát á þessum svæðum. Ef þið verðið vör við eitthvað semNánar

Upplýsingar vegna mögulegrar gasmengunar Einn fylgifiskur eldgoss er gasmengun sem getur verið hættuleg og haft heilsufarsleg áhrif, sér í lagi á þá sem eru viðkvæmir fyrir, með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma. Á vef Veðurstofu Íslands er á einum stað hægt að nálgast brennisteinmengunarspá og veðurspá auk vísunar á viðeigandi staði sem veita mikilvægar upplýsingar um loftgæði í rauntíma, ráðleggingar Umhverfisstofnunar vegna gasmengunar og ráðleggingar Embætti Landlæknis vegna heilsufarslegra áhrifa gasmengunar.  Búast má við gasmengun vegna eldgoss á Reykjanesi og er fólk hvatt til að fylgjast með loftgæðamælingum og leiðbeiningum frá Almannavörnum. Sjá nánar – Gasmengun | Veðurstofa Íslands (vedur.is)Nánar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir slökkvi- og björgunarútköllum tengt slökkviliði sem og sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi boðana þ.e. slökkviliðs og sjúkraflutningar í fyrra nam 34.240 í samanburði við  33.356 árið 2019. Af þessum boðunum voru 2.327 vegna Covid-19. Boðanir sjúkraflutninga Boðanir vegna sjúkraflutninga námu 32.979 árið 2020 sem er aukning um 793 boðanir á milli ára og þar af voru 8.221 forgangsútköll. Í bylgju 1 af Covid-19 sem stóð frá 28. febrúar – 14. júní fækkaði hefðbundnum sjúkraflutningum um 460 miðað við sama tímabil á árinu 2019. Í þriðju bylgjunni sem hófst 15. september sl. og stendur enn fjölgaði sjúkraflutningum um 1.083 miðað við fyrra ár.  ÍNánar

Nú fer aðventan að ganga í garð með kertaljósum og tilheyrandi. Þetta er því góður tími til að huga að eldvörnum og flóttaleiðum heimilisins. Grunnurinn að góðum eldvörnum er að sjálfsögðu góðir reykskynjarar, eldvarnateppi í eldhúsi, slökkvitæki og minnst tvær flóttaleiðir út. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum þar sem flest rými eru með eldhættu vegna rafmagnstækja. Þar má nefna hleðslutæki, tölvur, símar og sjónvarpstæki sem eru í flestum barna og unglingaherbergjum. Þvottavélar og þurrkarar eru í sér rýmum og eldhúsin með allskyns heimilistækjum. Til eru nokkrar gerðir af reykskynjurum fyrir utan þessa venjulegu t.d. samtengdir rafhlöðuskynjarar sem eru þráðlausir og fara allir íNánar

Í úttektum okkar undanfarnar vikur hefur komið í ljós að fyrirtæki og stofnanir sem eru að uppfylla kröfur um sóttvarnir vegna COVID-19 láta stundum brunavarnir víkja fyrir þeim. Dæmi eru um að eldvarnahurðir eru festar upp til að fyrirbyggja snertismit, flóttaleiðir eru lokaðar af vegna hólfaskiptinga auk þess að reglubundnu eftirliti er frestað þegar fyrirtækin eru með lokun á gesti inn í húsnæðið. Það er skýr krafa slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og ein helsta ástæða brunavarna að fólk komist út eða á öruggt svæði. Fólk verður að komast út um merktar flóttaleiðir, brunahólfanir flóttaleiða eins og sjálflokandi eldvarnahurðir séu virkar, greiðfærar og tryggi að fólk sé ekkiNánar

Mikið álag hefur verið hjá okkur frá upphafi COVID-19 faraldursins og miðað við fjölda smita er líklegt að svo muni verða á næstunni. Álagssveiflur vegna COVID kalla á aukinn mannafla á vakt, á sama tíma og mikilvægt er að skipta starfsfólki á vakt upp í smærri hópa til að koma í veg fyrir að missa marga í sóttkví eða einangrun. Það er ánægjulegt að segja frá því að samkomulag hefur náðst milli SHS annars vegar og Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR – hins vegar, um nýtingu SHS á hluta þess húsnæðis sem ÍSOR leigir af Ríkiseignum að Grensásvegi 9 í Reykjavík. Með því er okkur tryggðNánar

Í dag var góður dagur þegar við tókum fyrsta nýja sjúkrabílinn í notkun, en við munum taka í notkun sjö nýja bíla á næstu vikum.  Rauði kross Íslands, sér um innkaup og rekstur sjúkrabifreiða, keypti á árinu 25 nýja bíla til að endurnýja sjúkrabílaflota landsmanna og voru það kærkomin kaup. Við erum þess fullviss um að þeir muni reynast vel. Fyrir utan auðvitað að vera nýir bílar, eru þeir nokkuð frábrugnir þeim gömlu, bæði hvað varðar vinnuaðstöðu okkar fólks og aðstæður sjúklingana.  Útlitslega eru þeir einnig mjög ólíkir þeim gömlu ekki síst þar sem þeir eru vel gulir með breiðum áberandi endurskinsrendum.  Með nýju merkingunniNánar

Að gefnu tilefni viljum við ítreka að vegna COVID-19 eru allar fjórar slökkvistöðvarnar okkar lokaðar óviðkomandi aðilum. Við erum ennþá á hættustigi almannavarna og á meðan á því stendur verða stöðvarnar lokaðar. Það er mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að vernda okkar heilbrigðisstarfsfólk sem starfar í framlínunni og er þetta einn liður í því.Nánar

Hátíðarhöld á 17. júní voru með talsvert öðru sniði í ár vegna COVID-19. Við lögðum okkar af mörkum til að gera daginn hátíðlegan. Farið var frá öllum stöðvum á fánum prýddum fjölbreyttum bílaflota með blikkandi ljós og keyrðum um hverfi höfuðborgarsvæðisins.Nánar

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins (AHS) fundaði í gærmorgun og fór yfir þær aðgerðir sem neyðarstjórnir sveitarfélaganna stóðu fyrir á COVID-19 tímanum í vetur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem jafnframt er formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins setti fundinn og rakti atburðarásina í stuttu máli. Kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna ásamt neyðarstjórnum sveitarfélaganna var boðin seta á fundinum.  Dagur nýtti tækifærið til að hrósa starfsfólki sveitarfélaganna fyrir vel unnin störf, en mikið hefur mætt á þeirra starfsemi og hafa þau þurft á skömmum tíma að umturna starfseminni, huga að þeim verkefnum sem eru samfélagslega mikilvæg og að órofinni þjónustu. Dagur hrósaði einnig þríeykinu fyrir þeirra framlag og fór sérstaklega yfir hversu jákvætt þaðNánar