Hugum að eldvörnum heimila
Nú fer aðventan að ganga í garð með kertaljósum og tilheyrandi. Þetta er því góður tími til að huga að eldvörnum og flóttaleiðum heimilisins. Grunnurinn að góðum eldvörnum er að sjálfsögðu góðir reykskynjarar, eldvarnateppi í eldhúsi, slökkvitæki og minnst tvær flóttaleiðir út. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum þar sem flest rými eru með eldhættu vegna rafmagnstækja. Þar má nefna hleðslutæki, tölvur, símar og sjónvarpstæki sem eru í flestum barna og unglingaherbergjum. Þvottavélar og þurrkarar eru í sér rýmum og eldhúsin með allskyns heimilistækjum. Til eru nokkrar gerðir af reykskynjurum fyrir utan þessa venjulegu t.d. samtengdir rafhlöðuskynjarar sem eru þráðlausir og fara allir íNánar