Nýlega féll í Héraðsdómi dómur þar sem bótaupphæð var lækkuð um 25% þar húsnæðið fullnægði ekki viðeigandi brunavörnum. Um var að ræða athugasemdir sem komið höfðu fram í reglubundnu eftirliti hjá Slökkviliði Akureyrar. Líkur eru taldar á að tjónið í brunanum hefði verið mun minna ef brunaviðvörunarkerfi tengt vaktstöð hefði verið í byggingunni eins og kom fram í samþykktum teikningum af húsinu. Á hverju ári skoðum við að meðaltali  1000 byggingar með um 1400 skoðanir og höfum skráð um 10.000  atriði bæði um það sem betur má fara og það sem vel er gert. Athugasemdir eru allt frá því að biðja fólk um að hengjaNánar

Í dag eru 20 ár síðan Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) varð til við sameiningu Slökkviliðs Reykjavíkur og Slökkviliðs Hafnfarfjarðar. Að sameiningunni stóðu sjö sveitarfélög, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Bessastaðahreppur, Mosfellsbær og Seltjarnarneskaupstaður. Á sama tíma var gerður þjónustusamningur við Flugmálastjórn um rekstur á slökkviliði á Reykjavíkurflugvelli og við Kjósarhrepp um þjónustu. Tilgangurinn með sameiningunni var að stofna öflugt alhliða slökkvi- og björgunarlið með mikinn útkallsstyrk og hefur hefur sameiningin sannað sig margoft í stórum og flóknum verkefnum sem við höfum fengist við. Við sameiningu varð til öflugasta slökkvilið landsins sem þjónustaði um  170 þúsund manns, í  dag eru þeir orðnir tæplega 221 þúsund eða um 30%Nánar

Í dag var neyðarstigi aflétt hér í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og voru skrifstofur opnaðar fyrir alla starfsmenn hússins. Áfram verður aðskilnaður milli slökkvi- og sjúkraflutninamanna til 1. júní. Við breyttum engu þann 4. maí þegar fyrstu tilslakanir á samkomubanninu voru gefnar út þar sem við sinnum samfélagslega mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Við töldum nauðsynlegt að bíða og sjá hvernig myndi ganga áður en við gerðum breytingar á okkar uppskiptingu. Það er ótrúlegt að staldra við á þessum tímamótum og sjá hversu mikið hefur breyst í okkar starfsemi á stuttum tíma, í dag eru 88 dagar frá fyrsta smiti í landinu. Við fórum yfir á hættustig þann 12.Nánar

Við höfum lokað tveimur af okkar tímabundnu stöðvum, annars vegar á Hólmaslóð í húsnæði Frumherja og hins vegar í World Class í Ögurhvarfi. Í dag erum við því á níu stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Á næstunni munum við loka fleiri stöðvum en ætlum að fara varlega í afléttingu og blöndun á vöktum. Við erum ótrúlega þakklát þeim aðilum sem lánuðu okkur húsnæðið sitt með skömmum fyrirvara þegar við fórum í þá aðgerð að fjölga stöðvum og skipta upp vöktunum. Tilgangurinn með því var að hindra smit á meðal okkar heilbrigðisstarfsfólks sem starfar í framlínunni.  Það var ómetanlegt að finna þann samhug sem mætti okkur í þjóðfélaginu,Nánar

Nú þegar grillsumarið er að byrja er mikilvægt að huga að nokkrum þáttum varðandi notkun gasgrilla. Nauðynslegt er að halda grillinu hreinu og þrífa það reglulega, yfirfara slöngur og tengingar. Þó gaskútar séu venjulega geymdir undir grillum á ekki að hafa þá þar þegar verið er að grilla heldur setja til hliðar við grillið. Á þann hátt er þess gætt að fita leki ekki á gaskútinn. Hér má nálgast gagnlegar upplýsingar um gasöryggismál.Nánar

Þá er 4. maí runnin upp með tilheyrandi tilslökunum á samkomubanni. Til að hindra smit á milli okkar starfsmanna skiptum við upp vöktum og fjölguðum starfsstöðvum okkar í mars. Í dag erum við með ellefu stöðvar í stað fjögurra og fjórskiptar vaktir sem þýðir að við erum með 44 starfseiningar, það er enginn samgangur á milli þeirra. Þar sem við erum heilbrigðisstarfsfólk í framlínu verður ekki breyting á þessu fyrirkomulagi okkar strax. Við verðum að sjá hvernig gengur með tilslakanir í þjóðfélaginu áður en við gerum einhverjar breytingar hjá okkur. Sjúkraflutningar með covid sjúklinga hafa verið fyrirferðamiklir en þeir voru alls 250 í apríl. ÞessirNánar

Það má segja að það sé talsverður munur á núverandi bílaflota okkar í hér Skógarhlíðinni á COVID-19 tímum eða í venjulegu árferði. Stöðin hefur tekið tímabundnum breytingum vegna ástandsins þar sem COVID bílarnir sem starfsmenn okkar útbjuggu eru allir staðsettir hér. Alls eru níu COVID bílar hér í Skógarhlíðinni sem sinna staðfestum smitum sem og þegar grun um smit er. Vonandi minnkar þörfin fyrir þennan mikla bílaflota á næstunni.Nánar

Eins og við höfum sagt frá þá höfum við brugðist við ástandinu á margan hátt hér hjá okkur og meðal annars útbúið sérstaka COVID-19 sjúkrabíla. Þeir eru notaðir þegar við erum að flytja sjúklinga með staðfest smit sem og þá sem eru með grun um smit. Við erum með níu bíla í þessum flutningum sem kallað eru annars vegar kallaðir “sitjandi COVID” sem eru notaðir þegar sjúklingar geta setið og hins vegar “liggjandi COVID”. Einn bíll er kallaður “vitjunarbíll” sem er t.d. notaður þegar heilbrigðisstarfsfólk fer í vitjanir til sjúklinga með COVID. Starfsmenn okkar hafa einnig unnið að því að útbúa gjörgæslubíl sem nýttur erNánar

  Það er mikilvægt að geta brugðist hratt og vel við breyttum aðstæðum og það hafa starfsmenn okkar svo sannarlega gert. Þegar flytja þarf COVID sjúklinga á milli staða er ekki alltaf þörf á að nota sjúkrabifreið með tilheyrandi búnaði. Geti sjúklingur setið sjálfur þá sendum við öðru vísi bíl á staðinn sem gengur undir vinnuheitinu “sitjandi COVID”. Í bílunum er meðal annars búið að loka alveg á milli ökumannsrýmisins og afturí, sem var gert til að koma í veg fyrir smit. Þegar sjúklingar eru sóttir á þessum bílum þá setja þeir sjálfir á sig hanska og grímu áður en þeir setjast inn í bílinn.Nánar