Alltaf 2 metrar á milli
Í Skógarhlíðinni er margvísleg starfsemi til húsa og fjöldi fólks sem starfar í húsinu. Fyrir 3 vikum var neyðaráætlun virkjuð sem hafði það meðal annars í för með sér að teymum var skipt upp og húsinu skipt í nokkur svæði sem ekki mega hafa samskipti sín á milli. Þessar aðgerðir snúa allar að því að minnka líkur á að smit berist milli starfsmanna og eininga. Í dag starfa því tugir starfsmanna að heiman frá sér sem alla jafna væru í Skógarhlíðinni. Starfsemi SST sem er samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna er með sama hætti og venjulega en þar starfa viðbragðsaðilar undir stjórn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í SSTNánar