Á síðasta ári fóru starfsmenn SHS samtals í 33.436 útköll, miðað við 33.059 á árinu 2018, sem er fjölgun um 377 útköll á milli ára (1,1%). Þegar árið 2019 er skoða í heild kemur í ljós að útköllin voru langflest í desember síðastliðnum, eða 3.059 talsins, en þá voru að meðaltali 98 útköll á sólarhring. Útköllin voru hins vegar fæst í apríl, eða 2.571 talsins, sem eru u.þ.b. 86 útköll á sólarhring. Útköllum liðsins hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og ef horft er aftur til ársins 2015 hefur aukningin verið 12,5%, eða um tæplega 4.000 útköll. Gildir það þó aðallega um útköll vegnaNánar

Slökkviliðið óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir samstarf liðinna ára, jafnt við almenning sem aðra viðbragðsaðila. Farið varlega með flugelda, bæði við heimahús og brennur, og gætið þess að ganga vel frá öllu fyrir svefninn sem hugsanlega gæti kviknað í útfrá eða valdið öðrum skaða.Nánar

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur í samvinnu við Rauða krossinn, björgunarsveitir og Vegagerðina sett upp skilti við Vesturlandsveg, sem er fyrsta skilti sinnar tegundar, til að beina fólki að fjöldahjálparstöð sem staðsett er í Klébergskóla á Kjalarnesi. Sú fjöldahjálparstöð er hvað oftast opnuð sökum veðurs, eða að minnsta kosti 5 sinnum á síðasta ári. Nú síðast var hún opnuð 10. desember, þegar óveður skall á öllu landinu. Var skiltið þá notað í fyrsta sinn til þess að aðstoða fólk við að komast að fjöldahjálparstöðinni. Fólkið sem stendur vaktina í fjöldahjálparstöðinni í Klébergskóla eru sjálfboðaliðar Rauða krossins, en einnig eru þau starfsmenn og stjórnendur skólans, sem er mikillNánar

Í dag fer fram formleg afhending á fjórum nýjum slökkvibifreiðum þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur við lyklunum fyrir hönd stjórnar SHS og afhendir slökkviliðinu. Seljandi bifreiðanna er Ólafur Gíslason & Co. hf. og mun fulltrúi frá þeim afhenda Degi lyklana. Stutt sýning verður síðan á bifreiðunum og búnaði þeirra. Nýju bifreiðarnar eru mjög fullkomnar og búnar nýjum slökkvibúnaði sem ekki hefur verið notaður áður hér á landi, þar á meðal búnaði sem getur gert göt á byggingarefni (sprautað í gegnum þau). Um tímamót er að ræða í starfsemi og þjónustu SHS, ekki síst vegna þess að um fjórar bifreiðar er að ræða (eina áNánar

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Samband íslenskra sveitafélaga hafa undirritað samkomulag um aukið aðgengi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna að sálfræðiþjónustu og þáttöku í kostnaði við hana. Er þetta stórt skref varðandi velferð starfsmanna sem upplifa bæði áföll og andlegt álag í starfi.Nánar

Nýlega var þeim tímamótum fagnað í sögu slökkviliðsins að stjórn SHS undirritaði bæði nýja brunavarnaáætlun og samning um kaup á fjórum nýjum slökkvibifreiðum sem koma til landsins á næsta ári. Af þessu tilefni var boðað til blaðamannafundar í bílasalnum í Skógarhlíðinni og boðið upp á kaffi, konfekt og kleinur. Bæði gamlir og nýir starfsmenn slökkviliðsins mættu á staðinn til að fagna, en lengi hefur verið beðið eftir nýju bílunum því veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun. Á myndinni eru fv. Guðný Ívarsdóttir sveitastjóri Kjósahrepps, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar,Nánar

Í tilefni af eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ,,bjargaði” slökkviliðið Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands úr ímynduðu eldhafi á rýmingaræfingu í HÍ. Viðvörunarkerfi skólans fór í gang og rektor þurfti að stökkva út um glugga á 3. hæð í körfubíl sem flutti hann heilu og höldnu til jarðar. Fjöldi háskólafólks fylgdist með og hafði gaman af. Eldvarnarátakið er árlegt samvinnuverkefni SHS, LSS og HÍ.Nánar