Upplýsingar fyrir hönnuði

Eitt af verkefnum forvarnasviðs SHS er að leiðbeina hönnuðum varðandi eldvarnir í nýbyggingum, enda gera byggingayfirvöld kröfu um að SHS hafi yfirfarið hönnunargögn og samþykkt fyrir sitt leyti áður en gefin eru út byggingarleyfi á höfuðborgarsvæðinu. Oft liggur ekki í augum uppi hvað sum ákvæði laga og reglugerða þýða og því hefur SHS tekið hér saman allskyns efni til leiðbeiningar fyrir hönnuði sem hugsað er sem skýringarefni og sem túlkun SHS á ákvæðum reglugerða.

Símatími vegna teikningayfirferðar

Árni Ísberg og Guðrún Ólafsdóttir á forvarnasviði svara spurningum vegna teikningayfirferðar. Vinsamlega hafið samband við skiptiborð í síma 528-3000 og skiljið eftir skilaboð til þeirra.