Ágætu skólastjórnendur.
Til stóð að heimsækja börn sem eru fædd 2014 í ykkar skóla núna á vorönninni. Því miður verðum við að fella niður þessa heimsókn vegna Covid 19 faraldursins. Þið hafið vonandi heyrt í mínum mönnum þar sem þeir eru búin að vera að hringja í skóla/leikskóla undanfarið. Einhverjir skólar eru lokaðir og einhverjir hafa ekki svarað og biðjum við þá skóla sem ekki hafa fengið símtöl að senda okkur fjölda barna sem eru fædd 2014 þar sem við viljum gjarnan reyna að koma til þeirra gögnum sem þau hefðu fengið í heimsókninni og stefnum við að því koma þeim til ykkar maí/júní. Við viljum benda ykkur á að á heimsíðu Brunabót www.brunabot.is  en þar er myndbandið sem við sýnum börnunum með Loga og Glóð og gott væri að þið gæfuð ykkur stund til að horfa á það með elstu börnunum og ræða eldvarnir í leikskólanum og heima, reykskynjara, slökkvitæki, flóttaleiðir og fleira. Góðar upplýsingar um eigið eftirlit er á heimasíðu Slökkviliðs: