Sumarstarf við skjalavörslu

Um sumarstarf er að ræða við ýmis verkefni tengd skjalavörslu slökkviliðsins. 

Við leitum að einstaklingi með góða færni í mannlegum samskiptum og getu til að vinna með öðrum, ásamt því að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi sínu. Mikilvægt er að viðkomandi geti lesið og tjáð sig í ræðu og riti á íslensku og þekking á umgjörð opinberrar skjalavörslu er kostur.

Starfið felur í sér

  • Flokkun, grisjun, skráning og varðveisla skjala í samræmi við áætlanir, lög og reglur þar að lútandi.
  • Mótun verklags, leiðbeiningar og kennsla.
  • Annað sem til fellur samkvæmt nánari ákvörðun yfirmanns.

Hæfniskröfur

  • Háskólanám eða reynsla sem nýtist í starfinu.
  • Þekking eða reynsla af notkun rafrænna skjalakerfa.
  • Góð almenn tölvufærni.
  • Íslenskukunnátta.

Rafræn gögn sem skulu fylgja umsókn

  • Ferilskrá um menntun og fyrri störf.
  • Prófskírteini vegna tilgreindrar menntunar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.  Um er að ræða 100% starf í dagvinnu sem heyrir undir skrifstofustjóra.

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2021.

Nánari upplýsingar veitir Ingveldur Þórðardóttir skrifstofustjóri, ingveldurl@shs.is

Sækja um starf

(Velja “Sumarstarf við skjalavörslu” í “Sótt er um:”)