Viltu taka þátt?

Viltu taka þátt? Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) auglýsir af og til eftir starfsfólki til að sinna slökkvistarfi og/eða sjúkraflutningum. Ef um framtíðarstörf er að ræða fá þeir sem eru ráðnir nauðsynlega menntun og þjálfun til að sinna starfinu. Allir starfsmenn okkar verða að vera reiðubúnir að vinna á vöktum, en vaktakerfið byggist á 8 og 12 tíma vöktum allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Hér fyrir neðan eru ítarlegar upplýsingar um hæfniskröfur og umsóknarferlið í heild sinni. Vinsamlega lestu þær vel yfir. Ef spurningar vakna hafðu samband við Ingibjörgu Óðinsdóttur mannauðsstjóra í síma 528 3122 (ingibjorgo@shs.is) eða Elías Níelsson íþróttaþjálfara SHS í síma 528 3000 (eliasn@shs.is). Hæfniskröfur

Viðbragðsáætlanir og eftirlit

Eigið eftirlit og viðbragðsáætlun Mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir séu með eigið eldvarnaeftirlit og viðbragðsáætlanir til að tryggja rétt viðbrögð og öryggi starfsmanna ef eldur verður laus. Gátlisti fyrir mánaðarlegt eftirlit Leiðbeiningar um rýmingu Eigin viðbragðsáætlanir Viðbragðs og rýmingaráætlanir í byggingum eru til að tryggja öryggi starfsfólks og almennings. Ef hættuástand skapast verða viðbrögð að vera rétt og sjálfráð. Allar byggingar ættu að hafa viðbragðsáætlanir vegna hættuástands.

Upplýsingar fyrir hönnuði

 Upplýsingar fyrir hönnuði Eitt af verkefnum forvarnasviðs SHS er að leiðbeina hönnuðum varðandi eldvarnir í nýbyggingum, enda gera byggingayfirvöld kröfu um að SHS hafi yfirfarið hönnunargögn og samþykkt fyrir sitt leyti áður en gefin eru út byggingarleyfi á höfuðborgarsvæðinu.

Innri vefir SHS