Samningur um sálfræðiþjónustu

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Samband íslenskra sveitafélaga hafa undirritað samkomulag um aukið aðgengi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna að sálfræðiþjónustu og þáttöku í kostnaði við hana. Er þetta stórt skref varðandi velferð starfsmanna sem upplifa bæði áföll og andlegt álag í starfi.

Ný brunavarnaáætlun og fjórar nýjar slökkvibifreiðar

Nýlega var þeim tímamótum fagnað í sögu slökkviliðsins að stjórn SHS undirritaði bæði nýja brunavarnaáætlun og samning um kaup á fjórum nýjum slökkvibifreiðum sem koma til landsins á næsta ári. Af þessu tilefni var boðað til blaðamannafundar í bílasalnum í Skógarhlíðinni og boðið upp á kaffi, konfekt og kleinur. Bæði gamlir og nýir starfsmenn slökkviliðsins mættu á staðinn til að fagna, en lengi hefur verið beðið eftir nýju bílunum því veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun. Á myndinni eru fv. Guðný Ívarsdóttir sveitastjóri Kjósahrepps, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar,

Eldvarnarátakið hafið

Í tilefni af eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ,,bjargaði” slökkviliðið Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands úr ímynduðu eldhafi á rýmingaræfingu í HÍ. Viðvörunarkerfi skólans fór í gang og rektor þurfti að stökkva út um glugga á 3. hæð í körfubíl sem flutti hann heilu og höldnu til jarðar. Fjöldi háskólafólks fylgdist með og hafði gaman af. Eldvarnarátakið er árlegt samvinnuverkefni SHS, LSS og HÍ.

Fórnarlamba umferðaslysa minnst

Ár hvert er þriðji sunnudagur í nóvember skilgreindur sem alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa. Með því móti er verið að halda minningu þeirra í heiðri og hvetja fólk til að leiða hugann að þeirri ábyrgð sem það ber sem þátttakandi í umferðinni. Sérstök minningarathöfn fer fram við þyrlupall Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 19. nóvember nk. og hefst kl. 11. Að henni lokinni verður boðið upp á kaffi í bílageymslu bráðamóttökunnar. Allir eru velkomnir og fólk er hvatt til að mæta og sýna fórnarlömbum umferðarslysa hluttekningu og leiða einnig hugann að fórnfúsu starfi viðbragðsaðila.

Innri vefir SHS