Gleðilegt ár!

Slökkviliðið óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir samstarf liðinna ára, jafnt við almenning sem aðra viðbragðsaðila. Farið varlega með flugelda, bæði við heimahús og brennur, og gætið þess að ganga vel frá öllu fyrir svefninn sem hugsanlega gæti kviknað í útfrá eða valdið öðrum skaða.

Gleðileg jól

Slökkviliðið óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Hafið brunavarnir á heimilinu í lagi og farið varlega með eld yfir hátíðarnar.

Fyrsta skilti sinnar tegundar

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur í samvinnu við Rauða krossinn, björgunarsveitir og Vegagerðina sett upp skilti við Vesturlandsveg, sem er fyrsta skilti sinnar tegundar, til að beina fólki að fjöldahjálparstöð sem staðsett er í Klébergskóla á Kjalarnesi. Sú fjöldahjálparstöð er hvað oftast opnuð sökum veðurs, eða að minnsta kosti 5 sinnum á síðasta ári. Nú síðast var hún opnuð 10. desember, þegar óveður skall á öllu landinu. Var skiltið þá notað í fyrsta sinn til þess að aðstoða fólk við að komast að fjöldahjálparstöðinni. Fólkið sem stendur vaktina í fjöldahjálparstöðinni í Klébergskóla eru sjálfboðaliðar Rauða krossins, en einnig eru þau starfsmenn og stjórnendur skólans, sem er mikill

Skemmtileg stemning

Skemmtileg stemning myndaðist þegar stjórn slökkviliðsins tók formlega við lyklunum af fjórum nýjum slökkvibifreiðum sem teknar verða í notkun fljótlega.

Innri vefir SHS