Ofbeldislausir og öruggir skemmtistaðir

13. desember 2016

Að stuðla að góðum samskiptum við stjórnendur og starfsfólk skemmtistaða. Óformleg samskipti fara fram beint og milliliðalaust milli starf¬manna skemmtistaða og starfsmanna forvarnasviðs SHS.

Að gefa út og staðfesta með upplýsingaskilti leyfilegan fjölda á skemmtistöðum.

Að viðbragðstími slökkviliðs og sjúkrabifreiða verði að jafnaði ekki lengri en 10 mínútur á álagstímum skemmtistaða.

Að skemmtistaðir taki upp og sinni eigin eftirliti með eldvörnum á reglubundinn og skipulegan hátt. Noti „Brunavörðinn”, skoðunarapp SHS, og tryggi þannig sjálfir að mestu leyti að eldvarnir séu til staðar og í lagi.

Að farið verði áfram í reglubundið eldvarnaeft¬irlit eins og verið hefur, en leitast við að skoða með lögreglunni þá staði sem þurfa meira eftirlits við en almennt gerist.

Stuðla að góðum samskiptum við slökkviliðið gegnum forvarnasvið SHS

Hafa sérstaklega í huga að ákvæði um brunavarnir og flóttaleiðir séu virtar

Að tryggja að allir dyraverðir og starfsmenn þekki rýmingaráætlun staðarins og viti sitt hlutverk í henni

Að tryggja að brunavarnir séu í lagi, s.s. brunaviðvörunarkerfi, neyðarlýsing og að flóttaleiðir séu opnanlegar og greiðfærar.

Að vera með virka rýmingaráætlun, allir þekki sitt hlutverk, og að aðkoma slökkviliðs og upplýsingar til þess séu tryggðar, ef á þarf að halda,

Að tryggja að þekking sé hjá dyravörðum og starfsfólki á því að hlúa að gestum við veikindi og slys.

Að leitast við að tryggja aðkomuleið sjúkrabifreiða eins og hægt er, ef til þess kemur.

Að sjá til þess að sjúkraflutningamenn séu aðstoðaðir við störf sín, ekki síst svo þeir komist óáreittir til sjúklingsins, geti sinnt honum og flutt út í sjúkrabifreið.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Skógarhlíð 14

105 Reykjavík

690500-2130

Samfélagsmiðlar